Ég las fyrir stuttu grein um konu, í Fréttablaðinu, sem að kvartar yfir kattaskít í garðinum hjá sér. Mér þykir skrítið að enginn annar hefur minnst á hvað það sem að þessi kona skrifar er út í hött. Þessi kona kom líka í fréttaannálinum um áramótin og þar viðurkennir hún stolt að hún veiðir ketti í búr í garðinum hjá sér vegna þess að hún hefur séð þá gera þarfir sínar á lóðinni hennar. Næst þá fer hún í Fréttablaðið og þykist vera mannleg, kallandi ketti meindýr og réttdræpa fyrir að gera garðinn hennar ósnyrtilegan. Mig langar nú bara helst að segja við þessa konu: Hunskastu bara á fætur og taktu þetta bara upp og hentu því í ruslið ef það böggar þig svona mikið! Finnst fólki virkilega mannúðlegt að drepa þæga heimilisketti fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á innkeyrslunni hennar og kattasandkassa?