Í gær fékk ég 2 kanínur sem heita Blíða og Kalli. Fyrsta daginn var hann alltaf að riðlast á henni en síðan í dag hætti hann því og þau eru orðin kærustupar og hún á von á kanínungum eftir rúman mánuð. Þau eru rosalega blíð og góð og eru allveg frábær. Blíða er brún grá og hvít á litinn og hún er 6 mánaða gömul en Kalli er allveg svartur og er 8 mánaða. Ég er búinn að lofa 2 vinkonum míum einn unga og þær hlakka mjög mikið til að fá þá.Núna er ég heima hjá pabba mínum (sem gaf mér Kalla og Blíðu) og síðan fer ég heim til mömmu og tek Blíðu með mér. Ég vona að henni líði allveg jafn vel þar og hér og að Kalla líði líka vel þó að Blíða verði ekki hjá honum í 2 vikur eða svo. Ég vona að þetta hafi verið ágæt grein og takk fyri