Hann Moli minn er dáinn. Hann var hamstur og hann dó vegna þess að kötturinn minn náði honum. Hann hafði sloppið úr búrinu sínu og kötturinn sá hann og byrjaði að leika sér að honum og aumingja litli Moli gat ekki varið sig. Mamma fann hann bara á ganginum dáinn og blóðpoll við hliðina á honum.Hann var allur út klóraður og kötturinn hafði tekið stórann part af skinninu á honum af.
Hann Moli var besti hamstur sem til er. Hann var nefnilega svo skemmtilegur,ekkert hræddur,ekkert þunglindur bara ÆÐISLEGUR.
Hann var bestasti besti hamstur á öllu jarðríkinu.

Ljóð um Mola
Það varst þú,
þú sem ert farinn nú,
farinn að eilífu.

En aldrei úr huga mér
megi englarnir vaka yfir þér.