Hamstrar! Hæhæ.. Upphaflega hafði ég hugsað mér að láta greinina heita Hamstrar sem gæludýr, en ákvað síðan að láta hana aðeins heita “hamstrar”. En um það fjallar einmitt greinin. Hamstra sem gæludýr.

Við skulum byrja á því að skoða kosti og ókosti við hamstra.

Kostir

*Ódýrir í rekstri.
*Plásslitir.
*Gæfir
*Hlýjir og mjúkir :)
*Yndislegar litlar lífverur sem gaman er að passa upp á!

Ókostir
* Geta verið hávaðasamir. (airobicið sko..;)
* Lykta mjög illa ef ekki er þrifið í kringum þá.
* Týnast auðveldlega ef ekki er passað upp á þá.


Til að byrja með eru hamstrar mjög þægileg heimilisdýr.
Litlir, gæfir, plásslitlir og mjög ódýrir í rekstri.
Þeir eru skemmtilegir, og alltaf gaman að horfa á þá labba
á eitthvað þegar þeir eru að labba um í kúlunni sinni. :)

Einn hamstur kostar um 500 kr.- og það gerir ekkert til þó að hann sé einsamall. Það getur þó verið varasamt að eiga hamstur, og bæta svo öðrum við seinna. Þá verða þeir ekki miklir vinir fyrst um sinn. Þar sem hinn er að ryðjast inn á hans einkasvæði.

Alla vegna eru hamstrar mjög elskulegar litlar lífverur.. Og ég alla vegna hef mjög gaman af þeim, og vona að flestir geri það líka.

Takk fyrir mig

Villingur ;*