þessi grein er að mestu tekin úr “lifandi vísindum nr. 12/2003”

Risakolkrabbinn sem flestir þekkja var stærsti kolkrabbi heims eða mest 18 metrar, en ekki lengur, nýlega fannst kolkrabbi sem getur orðið allt að 25 metrar á lengd og er talinn geta drepið búrhval.


beint úr lifandi vís
“fiskimenn á nýja sjálandi fengu nýlega ógnvekjandi rándýr í net sín. Þessi áður óþekkti kolkrabbi getur orðið allt að tvöfaldur á stærð á við risakolkrabbann. Tröllakolkrabbinn er eingin smásmíði. Búkurinn einn getur orðið 4 metrar að lengd og þegar höfur og armar bætast við verður samanlögð lengd skepnunar allt að 25 metrar.
Á örmunum eru krókar sem dýrið getur snúið og náð þannig traustu taki á bráðinni. Tröllakolkrabbinnn þarf ekki að óttast neinn af íbúum hafsins og gæti meira að segja tekið upp á því að ráðast á búrhval ef því væri að skipta. Tröllakolkrabbinn lifir að öllum líkindum á a.m.k. 1000 metra dýpi í höfunum í kringum suðurskautslandið þar sem hitastigið er nálægt frostmarki. En einstaka sinnum fer hann þó norður undir nýja sjáland, segja sérfræðingar sem rannsakað hafa þessa miklu ófreskju undirdjúpanna.
Dýrafræðingar hafa reyndar haft óljósa vitneskju um tilvist skepnunnar síðan 1925. Fimm sinnum hafa einhverjar leifar hennar fundist í maga búrhvala og einu sinni hafa fiskimenn fengið hluta af Tröllakolkrabba í net. En það er ekki fyrr en nú sem eintak af tegundinni hefur náðst í því sem næst heilu lagi.”


síðan eru 2 myndir af kolkrabbanum, ein þar sem ginið er miðað við fingur og önnur þar sem verið er að mæla skepnuna, síðan er ein samanburðarmynd af teiknuðum Risakolkrabba og teiknuðum Tröllakolkrabba,

Ég vona að þið hafið notið lesningarinnar en það gerði ég allavega.


takk fyrir


kv. mazzMurde