Ég ákvað að senda inn grein vegna margendurtekna atvika um þennan hund!
Þannig er mál með vexti að góð vinkona mín býr í húsi sem eru með tvær íbúðir.. og hún býr á efri hæðinni. Svo á neðri hæðinni búa ungt par sem eiga tík. Þau fara oftar en ekki útá lífið um helgar.. og skilja hundinn eftir sólahringum saman .. kannski lenda þau í eitthverju partýi og koma ekki heim fyrr en seint næsta dag! Auðvitað geltir hundurinn einsog vitlaus því hann er lokaður inni.
Fjölskylda vinkonu minnar er búin að segja þeim að þau kæri þau ef að þau fara ekki að hugsa betur um hundinn, eða þá einfaldlega að gefa hann. Vinkona mín hefur oft séð mannin berja hundinn sinn þegar hann gerir ekki eitthvað sem kallinn skipar honum að gera. Svo í nótt gerðist þetta einu sinni enn .. og hundurinn hélt v0ku fyrir allri fjölskyldunni.. og það urðu eitthbverjar ryskingar útaf þessu máli .. þannig núna er þau alvarlega að hugsa um að kæra þetta fólk til dýraverndunarsamtaka eða eitthvað. Getið þið bent mér á hvar það er auðveld að gera það?