Góða kvöldið.

Mig langaði nú að segja ykkur frá froskunum mínum. Ég fór í tvær dýrabúðir í gær með það í huga að skoða dýr og kannski kaupa eitt stykki :)

Í seinni dýrabúðinni sá ég þessa litlu sæta froska. Ég var alveg heilluð. Ég keypti búr og allt tilheyrandi, ég endaði á lokum með að kaupa tvo froska.

Ég fór með þá heim og eyddi miklum tíma í að koma þeim vel fyrir. Þeir eru svolítið fælnir og hrökkva í kút þegar einhver hreyfir sig hratt nálægt. Ég eyddi löngum tíma í að spá í nöfnum handa þeim. Að lokum varð það Grep og More. Þeir eru voðalega litlir og rétt svo jafnstórir og þumalputti :)

Það er rosalega gaman að fylgjast með þeim. Þó finnst mér það hálf skrítið hvað þeir borða ofboðslega lítið. Þeir eru eiginilega ekkert búnir að borða síðan ég fékk þá. Ég vona nú samt að þeir fari nú að borða.

Í dag fann ég grjót handa þeim, sem býr til smá land handa þeim til að fara upp á.

Plebba