Ég á nokkrar stuttar og sætar sögum um dýrin mín, og hér eru tvær þeirra:

Pappírskisi:

Þegar kötturinn minn var eins árs þá var hann alveg brjálaður í klósettpappír og tætti allann þannig sem að hann komst í. Svo var það um veturinn að ég var alveg ros kvefuð og var með eina rúllu af pappír á náttborðinu mínu. Svo þegar hann var aleinn heima þá tók hann sig til og fór inn í herbergi mitt því að hann vissi greinilega að ég var með uppáhalds pappírinn hans inni hjá mér.
Svo komum við heim og kisi tók á móti okkur allur út í pappír og lét eins og ekkert væri, hélt greinilega að við tækjum ekkert eftir þessu, algjör ruglkisi……


Litla músin

Ég hef átt 3 mýs en þær eru allar dánar:(
Þegar ég var búin að útvega mér búr og allt sem þurfti fyrir mús þá fór ég að kaupa mér mús, það var fyrsta músin mín. Svo kom ég heim og var að setja hana inn í búrið þegar hún smeygði sér bara í gegnum rimlana! Ég reyndi að setja hana aftur og aftur inn en hún fór bara aftur út. Svo fann ég út úr þessu með því að setja búrið upp í hillu þar sem eina leiðin var að detta niður eða vera bara í hillunni svo að eftir það var hún bara í búrinu. Svo óx hún og komst ekki lengur í gegn:)Þetta voru sögur af músinni Mjöll og kettinum Hermanni. Mjöll varð u.þ.b. tveggja-þriggja ára áður en hún dó en Hermann er ennþá á lífi og er orðinn 4 ára.
just sayin'