Ég á kanínu sem heitir Tumi eða sumir aðilar á heimilinu kalla hann kúkinn! Sko fyrir 2 árum vildi ég fá kanínu og mátti það, ég og mamma mín fórum til Reykjavíkur og ætluðum að finna okkur kvenkyns kanínu. Við vorum búnar að fara í næstum allar dýrabúðir í Reykjavík að leita að kvenkyns kanínu en það var hvergi til! Daginn eftir ákváðum við bara að gá í dýrabúðina á Selfossi og sjá hvort það væri ekki til þar! Þar voru fullt af litlum og sætum ungum og svo sáum við Tuma og okkur var sagt að hann væri kvenkyns og við tókum hann! Eftir dáldinn tíma sem hann hafði verið hjá okkur var byrjað að vaxa á hann pungar og þá sáum við að þetta væri kall! Hann er ótrúlega góður og mikil dúlla, hann er dökkgrár með hvítt nef og með grænt undir lopponum (ekki grasgræna). Hann er inni hjá okkur og alltaf þegar einhver labbar framhjá búrinu hanns þá hoppar hann upp og vill láta taka sig uppúr búrinu! Ég tek hann mjög oft upp úr búrinu og hann sleikir mig alltaf þótt hann sé orðinn 2 ára því flestar kanínur sleikja ekki nema þegar þær eru litlir ungar, hann sleikir bara mig en engann annan! Eins og það eru sumir í fjölskyldunni sem eru ekkert sérlega góðir við hann og þegar þeir taka hann þá sprikklar hann bara og vill ekki vera hjá þeim! Svo líka þegar einhver ókunnugur tekur hann og ég sit við hliðina þá hleypur hann beint til mín! Hann er algjört krútt.. En ég er farin að halda að hann sé hommi því ég fór með hann til annara karlkyns kanínu og hann og hin kanínan fengu báðir stand og fóru að riðlast hvor á öðrum! Ég varð fúl því að þetta var kærastinn minn.. Eftir að hann hitti þessa kanínu er hann hættur að vilja láta mig knúsa sig! Finnst ykkur þetta ekki fyndið? Hann er algjör dúlla en hann er hommi! Pældíðí KANÍNAN MÍN ER SAMKYNHNEIGÐ!!