Ég á pínulítinn dverghamstur sem heitir Sprettur og er eins árs.
Hann er svolítið sóðalegur enda skýtur hann út um allt búrið sitt.
Svo fer hann með matinn sinn út um allt en ég þarf að skipta um mat hjá honum á hverjum degi.
Hann er svolítið matvandur en hann borðar bara sumt af matnum sínum og sumt ekki.
Hann er ekki með neitt skott en bara pínulítinn dindil.
Mér finnst hann mjög sætur og krúttlegur svona lítill.
Svo stundum þegar hann er eitthvað fúll og maður ætlar að fara að taka hann upp þá suðar hann einhvernveginn eins og bífluga.
Ég þarf að fara með hann bráðum til dýralæknis af því hann er eitthvað svo bólginn á tánni.
Dverghamstrar geta eignast unga í hverjum mánuði og ef þeir eignast unga þá þarf maður að selja þá í dýrabúð áður en þeir verða 6 vikna gamlir.
Mig langar að vita hvað ykkur finnst um dverghamstra.
Ég þakka fyrir þetta.
asdf