…en ég verð að reyna. (vona að ég sé ekki að pósta þessu á vitlausan stað - hef aldrei póstað hér áður)

Allavega:

Dóttir okkar, tæplega 1 og hálfs, var að greinast með ofnæmi fyrir köttum. Við eigum tvo!

Þeir eru tæplega fjögurra ára bræður - annar svartur og hinn grár og báðir með hvíta bringu, höku og loppur.

Þeir eru geldir, ormahreinsaðir tvisvar á ári alltaf og borða bara þurrmat nema þegar ég dekra þá kannski einu sinni í mán. og gef þeim smá fisk.

Heilsuhraustir útikettir. Annar er mikil fólks- og mannagæla en hinn er varari um sig og vill aðallega fá að borða og sofa í friði ;) - þ.e. er lítið að abbast upp á ókunnuga en gæfur við eigendur ( eða þá sem gefa honum að borða).

Þeir gera þarfir sínar mest úti en við eigum svona kattasandskassa með húsi og hurð fyrir undantekningar.

Ef svo ólíklega vill til að einhver hér viti um einhvern kattavin sem gæti hugsað sér að taka þá verið þá endilega í sambandi á kattavinur@hotmail.com.

Með þeim fylgir: Kattasandskassahúsið, klóruprik, kúrukarfa, tveir matardallar, þurrmatur, ólar og bjöllur, dýralæknakortin þeirra og motta í körfuna þeirra.

Kveðja,
grrl

p.s. við þurfum, vegna ofnæmisins, að koma þeim af heimilinu sem fyrst - vona bara að einhver geti hugsað sér að taka þá til sín og gefa þeim allavega nokkur ár í viðbót. Fullkomlega ömurlegt að fara að láta svæfa … :(