Jæja ég á 3 litlar kisur og mér þykir ofsalega vænnt um þær.
Dimma er elst og er að verða 3 ára,
Pjakkur er 2 ára og
Flækja er 4 mánaða.
þau eru svo skrítin að þau eru búin að eiðileggja 2 sófa og 1 teppi. Ég á himnasæng og hún er að verða ónýt.
Dimma er útiköttur og hefur alltaf verið það en Pjakkur er víðáttufælinn og hann þorir ekki út. Í gær fór flækja út og var að leika við nágranna köttinn og ég var komin upp í rúm og ég þurfti að fara út að ná í hana. Getur einhver hjálpað mér við vandamálið með sófana??? því að við vorum að kaupa nítt og það er að verða ónýtt!!!