Ég man það eins og það hafi gerst í gær að ég labbaði inn í dýrabúðina í Kringlunni og sá þig og systur þína í búrinu lengst til vinstri ásamt 2 öðrum svörtum kanínum. Ég varð ástfangin af ykkur systrunum um leið og ég leit á ykkur og fékk á endanum leyfi til að fá ykkur :)
Fyrst um sinn voruið þið inni í bílskúr á meðan ég og pabbi smíðuðum búr handa ykkur til að hafa úti í garði. Við pössuðum að hafa það vel einangrað og fínt handa ykkur svo ykkur myndi líða sem best. Í millitíðinni varð smá ágreiningur á milli ykkar systranna og Embla, systir þín, beit bínu bita af eyranu þínu. Þá fenguð þið gælunöfnin Miss Tyson og Miss Holyfield :)

Ég gleymi því aldrei hvað það var alltaf sætt að sjá ykkur liggjandi saman, og sleiktuð eyrun á hvor annarri :) Þið voruð svo góðar vinkonur. Að sjá ykkur borða saman úr skálinni var líka ógleymanlega sætt :) Og að sjá þig, Ósk, koma hlaupandi að opninu á búrinu alltaf þegar ég kom að gefa ykkur að borða :)

Þú varst alltaf svo mikill fjörkálfur, ef einhver labbaði framhjá búrinu þá varðst þú að kíkja hver væri þar á ferð.. Alltaf jafn forvitin :) Og ef ég stakk puttanum inn í búrið þá sleiktir þú á mér puttann :) Aldrei datt þér í hug að bíta mig, né nokkurn annan.

Það var svo núna í dag kl. 15:30 að nágranni kallaði til mín ein hræðilegustu orð sem ég hef heyrt: “Hey, kanínan þín er dauð” Ég hljóp að búrinu ykkar og mér til mikillar skelfingar þá lást þú í útibúrinu. Flugurnar voru byrjaðar að narta í þig en þú lást bara þarna… Þú varst dáin :'(
Ég fór með þig út í móa og jarðai þig með kökkinn í hálsinum…

Hvernig þú dóst það veit ég ekki, og fæ líklega aldrei að vita… Varst þú veik? Gerðist eitthvað á milli þín og Emblu? Gerði ég eitthvað rangt? :(

En með þessum orðum kveð ég þig, elsku besta Óskin min, og vona að þér líði vel núna :)

Bless.. Ég mun sakna þín.