Hér á eftir skrifa ég sumt um helstu dýrin!!

Kettirnir




Kettir eru skrýtin dýr þar sem þau geta verið stór (Tígrisdýrið er stærst kattardýra)
og líka lítil (húskötturinn er minnstur) Ég þekki fjórar ættir katta: Felis, panthera,
neofelis og acinonyx. Á þessari síðu segi ég frá köttum stórum, meðalháum og litlum.
Ég vona að þið hafið gaman af. auk þess hef ég stuttar geinar um ketti.

Hundar



Blendingar geta verið fallegir og skemmtilegir félagar. Með því að skoða foreldrana
getur þú nokkurn vegin séð hvernig hundurinn þinn á eftir að líta út og hvernig persónuleika
hann hefur að geyma. Athuga skal einnig hvort móðirin sé líkamlega hraust og sé laus við
öll líkamleg vandamál, sjúkdóma og sé geðgóð.
Blendingar eiga oftast foreldra af tveimur tegundum. Einnig geta þeir átt svo marga afkomendur
af ólíkum tegundum að ættir þeirra eru algerlega óljósar. Fólk gefur oft blendingunum tegundanöfn
t.d. Yorkie-poo (Yorkshire Terrier-Poodle), Cocker-poo (American Cocker Spaniel-Poodle). En hvað
sem þeir eru kallaðir, geta blendingar verið skemmtileg gæludýr, ef þeir eru þjálfaðir vel frá hvolpæsku.
Margir álíta blendinga ekki eins merkilega og hreinræktaða hunda og fá sér kannski blending sem fyrsta
hundinn, bara svona til að prufa. En það er ekki rétt, blendingar geta verið frábærir fjölskylduhundar,
varðhundar, leitarhundar og svo framvegis og geta það jafn vel og hreinræktaðir hundar.
Ókostirnir við blendinga eru þeir að tilvonandi eigendur vita ekki hvernig feldurinn, skapið eða stærðin
verður. En eins og áður kemur fram má reikna það nokkurn vegin út með því að skoða báða foreldrana. Pabbinn
er ekki alltaf viðstaddur en að skoða tíkina.
Hvolpar í sama goti geta verið mjög ólíkir, einn loðinn, annar snöggur osfrv. því þeir fá sitt lítið úr hverri
tegund. Þannig að frekar erfitt er að segja nákvæmlega hvaða hvolpur á eftir að líkjast hverjum.

Kanínur



Fyrst má nefna svokallaða landkanínu en það er sú tegund sem er einna algengust hér á landi enda oft höfð sem
gæludýr. Feldur landkanínunnar er sléttur og mjúkur.
Feldkanínan er ræktuð til þess að fá feld hennar en hér á landi er ræktun ný hafin. Feldur hennar er einkar
mjúkur viðkomu og er mjög hlýr.
Holdakanína er þriðja tegundin en hún er oftast ræktuð til matar. Hún verður oft mjög holdmikil og því mest
kjöt af henni að hafa. Einkenni hennar eru lafandi eyru.
Síðast má nefna angórukanínuna en hún er mjög loðin og eru hár hennar notuð í fatnað. Til að ná í hár hennar
þarf að klippa hana en jafnframt þarf hún á klippingunni að halda til þess að para sig. Ef hún er ekki klippt
getur hún ekki parað sig.

Mýs



Mýs eru algengar á íslandi þau geta borið með sér sjúkdóma. Oftast komu mýs með erlendum skipum í gamla daga
en nú eru aðalega tvær tegundir sem lifa hér á landi, hagamús og húsamús.

1: Fá meindýraeyði til að höndla málið. Það getur að vísu verið dýrt og tímafrekt en maður getur að minstakosti
verið viss um að verkið sé almennilega unnið.

2: Leggja búragildrur og sleppa músunum síðan úti í móa. Það er hægt að kaupa gildrur og smíða þær heima en það
er ekki örugt að músin sleppi ekki aftur.

3: Leggja fallgildrur þær einfaldlega hriggbrjóta músina með járn stikki sem kastast aftur og lendir í lang flestum
tilfellum í músinni.

4: Að fá sér kött. Köttur er mögulega besta leiðin til að losna við mýs. Hann fylgir eðli sínu og kálar músunum einni
og annari af eðliskvöt. Köttur er líka gott gæludýr og þarf enga sérstaka þjálfun í veiði. Þó að mýsnar séu drepnar af
ketti er ekki hægt að segja að það sé ó mannúðlegt, þetta er bara gangur náttúrunnar.

Þess skal getið að það er hægt að höndla bæði húsamús og hagamús með þessum aðferðum.

Upplýsingar: http://bes.ismennt.is/plagur/mus.htm

Hestar



Á ður voru engir bílar til á Íslandi. Þá ferðuðust íslendingar á hestum. Íslensku
hestarnir eru komnir frá hestum, sem víkingarnir tóku með sér til Íslands fyrir
ellefu hundruð árum. Þeir hafa ekki blandast öðrum hestum.
Hestarnir voru áður notaðir til að smala fé, flytja hey og vörur, en nú eru hestar
á Íslandi mest notaðir sem reiðhestar eða seldir til annarra landa.
Stundum eru hestarnir látnir ganga úti allan veturinn. Það eru fá önnur dýr sem geta
lifað utanhúss á Íslandi allt árið. Þeir verða loðnir á veturna, en missa feldinn á
vorin. Þá þarf að kemba þá og klippa faxið og taglið.

Það þarf að temja hesta áður en þeir vilja bera hnakk og beisli og mann.
Íslenski hesturinn hefur fimm mismunandi ganga. Þeir heita brokk, tölt, skeið, stökk
og valhopp. Sumir hestar hafa svo þýðan gang, að knapinn getur haldið á fullu glasi og
það skvettist ekkert úr því, þó hesturinn hlaupi hratt. En sumir hestar geta verið hastir
eða styggir.

Áður voru engar brýr yfir árnar á Íslandi. Íslensku hestarnir hafa lært að vaða og synda
með mann á bakinu yfir hættuleg stórfljót, jafnvel jökulár. Einn maður sagði frá: “Þú
situr á hestinum úti í miðri á. Þú sérð ekki botninn.því vatnið er leirugt jökulvatn.
Botninn er ójafn og vatnið er kalt. Ef þú dettur í ána, getur þú frosið í hel. Það eru
stórir ísjakar í ánni, sem geta rekist á hestinn og þig. Hesturinn hikar og leitar að
réttri leið með hófunum. Allt í einu fer hann að synda með þig á bakinu. Þú getur ekkert
gert, það er bara hesturinn, sem veit hvað á að gera. Þú lokar augunum og heldur þér fast
í hnakkinn. Ískalt vatnið skolast yfir ykkur. Eftir langa stund finnur hesturinn botn. Þið
komið að hinum bakkanum og gangið á þurrt.”

Íslenskir hestar geta næstum því klifrað. “Ég var 10 ára þegar ég fór á hesti um fjallshlíð
eftir mjóum stíg. Beint upp frá mér var hundrað metra bjarg og annað eins beint niður. Stígurinn
var ójafn og á honum voru stórir steinar. Allt í einu gengur hesurinn upp brekku. Og svo niður
brattan halla. Ég lokaði augunum. En hesturinn gekk eins og á gólfi.”

Íslenski hesturinn hefur bjargað lífum margra íslendinga í 1100 ár. Þeir elska hestinn sinn. Það
er sagt, að íslendingar yrki fleiri ljóð um hestana sína en um konurnar sínar. Þeir vilja reyna
að vernda hestinn óbreyttan.
Það er bannað að flytja graðhesta út frá Íslandi. En í Þýskalandi eru menn að reyna að rækta
hesta með því að para íslenskar hryssur með hestum frá öðrum löndum. Folöldin verða notuð til
að krossrækta falska íslenska hesta.

Upplýsigar: http://www.skrudda.org/Icelandic/Hestar/hestar.html

Kýr



Kýr eru spendýr. Kýrin er stórt dýr og þunglamalegt. Kviðurinn er stór en fæturinir eru
frekar stuttir. Á hverjum fæti eru tvær tær og nefnast þær klaufir, fyrir aftan þær eru
tvær litlar tær sem eru kallaðar lagklaufir. þetta kemur sér vel fyrir kýrnar þegar þær
fara yfir blautan jarðveg. Þá glennast klaufarnar í sundur og lagklaufanar styðja á móti
svo þær sökkva því síður í gljúpan jarðveginn

Kýrin er jórtur dýr. Hún tyggur heyið eða grasið lítið sem ekkert áður hún kyngir því.
Síðan leggst hún niður, þá kemur fæðan aftur upp í munninn og nú tyggur hún hana vel.
Þá er sagt að hún jórtri. Magi kýrinnar skiptist í fjögur hólf, en maðurinn hefur bara
eitt hólf í sínum maga.

Karldýr: naut, boli, tuddi, tarfur.

Kvenndýr: kýr, belja, kusa, kvíga (ung kýr)

Afkvæmi: kálfur

Til að kýrin geti byrjað að mjólka þarf hún að eignast kálf, hún getur eignast hann
hvenær sem er. Kýrin gengur með kálfinn í 41 viku og er sagt að hún sé að bera.
Kálfurinn er sjálfbjarga strax eftir burð. Fyrst eftir að kýrin ber kemur mjólk sem
kallast broddur. Kálfurinn fær hluta hans og úr hinum hlutanum eru oft gerðar ábrystir.

Flestar kýr eru kollóttar það er þær eru ekki með horn. En kýr með horn eru kallaðar
hyrndar, þær geta verið hættulegar, þær geta stangað og meitt hver aðra og jafnvel fólk.
Naut geta verið hættuleg fólki og sagt að naut séu mannýg.

Þegar veturinn kemur þarf að gefa kúnum og mjólka þær tvisvar á dag. Þær þurfa að fá nóg
að éta og drekka. Það þarf að kemba þær og snyrta, hirða vel í kringum þær, sópa fóðurganga,
þrífa bása og moka flór.

Guðný Margrét Bjarnadóttir 2002

Upplýsingar: http://nemendur.khi.is/gudnbjar/kyr.htm



Lýsing stúlku sem var í 5 bekk á kúnni. Stúlkan var örugglega ekki úr sveit eða hvað haldið þið?

Uglan
Fuglinn sem ég ætla að skrifa um er ugla. Ég veit ekki mikið um uglur þannig að ég ætla skrifa um
leðurblöku.

Kýrin er spendýr. Hún hefur sex hliðar þ.e.
hægri hlið, vinstri hlið efri hlið og neðri hlið. Að aftan hefur hún halann sem burstinn hangir í.
Með burstanum fælir hún flugurnar í burtu svo þær
komist ekki í mjólkina. Höfuðið er til þess að hornin geti vaxið og að munnurinn geti verið einhversstaðar.
Hornin eru til þess að stanga með en munnurinn til að borða með. Undir kúnni hangir mjólkin. Mjólkin kemur
bara og kemur, allveg endalaust. Hvernig kúin gerir þetta hef ég ekki ennþá komist að en hún getur
búið til meira og meira. Kýrnar hafa mjög næmt lyktarskyn og lyktin af þeim finnst mjög langt langt í
burtu. Það er skýringin á ferska sveitaloftinu. Karlmannskýr eru kölluð naut. Þau eru ekki spendýr.
Kýrnar borða ekki mikið en það sem þær borða, borða þær tvisvar svo þær fái nóg. Þegar þær eru svangar þá
baula þær en þegar þær segja ekki neitt þá er það vegna þess að þær eru pakksaddar.

Upplýsingar: http://alsey.eyjar.is/midengi/uglan.htm



Ef þið viðjið segja mér eitthvað um þetta þá geriði það endilega!!!