Krabbameinsveikur hamstur í krísu Svoleiðis er mál með vexti að litli 2 ára hamsturinn minn er ansi illa útlítandi. Hann hefur þjáðst af stóru sári á hægri síðu um nokkurn tíma og líkist það í raun einna helst krabbameini, en ég er ekki viss um hvað borgar sig að gera. Hann virðist í raun ekki vera “sárþjáður” en þetta lýtur mjög illa út. Ég veit ekki hvort ég á að halda honum svona eða lóga honum. Þessvegna sendi ég þessa grein hingað, til að fá annað álit á þessu máli; hvað finnst ykkur?