Jæja, ég á kanínur sem getur verið fjári erfitt, enda hefur fjölgað svo um munað núna síðustu vikur. Ég ætla að upplýsa ykkur um það hversu erfitt það getur verið að eiga kanínur…en það er samt ekkert alslæmt!

Jæja, frá fyrsta degi hefur þetta ekkert verið dans á rósum. Sem kanínueigandi þarf að hafa áhyggjur af mörgu, t.d. köttum, hreinsun á búrum, hvar á að fá hey, hvað á að gera við ungana og svo framvegis…

Nú, þegar ég fékk fyrstu kanínurnar mínar var strax sagt mér að þær væru á minni ábyrgð og að ég þyrfti að gefa þeim og sjá um þær (pabbi minn hjálpaði og hjálpar mér nú samt mikið) enda er það alltaf þannig þegar barn fær dýr. Jæja, einhverjir krakkar eða guð má vita hvað hleyptu kanínunum út en sem betur fer fór önnur kanínan ekki langt, sat bara og át gras en hin var nú ekki eins skynsöm, hún hljóp upp í þorp og var færð heim af einhverri gamalli konu. Næsta dag var þessi sama kanína dauð, við vissum ekki af hverju en kannski hefur hún bara étið eitthvað eitrað eða meitt sig eitthvað. Þessi kanína sem eftir var heitir Kalli og er ennþá lifandi (Guði sé lof) varð soldið einmana þannig að þegar ég sá auglýsingu um ókeypis kanínur á Akureyri sagði pabbi bara “Lets gó” og við vorum komin heim með nýja kanínu eftir hálftíma. Þetta samband byrjaði dálítið illa, slagsmál og sona en svo kom að því að ungar fæddust. Dauðir. Og aftur. Dauðir. Síðan lifðu loksins einhverjir ungar hjá þeim og ég á ennþá tvo af fimm (hinir þrír fóru í gæludýrabúð) sem eignuðust því miður unga (sm sem má alls EKKI) Það gerðist nokkru sinnum og þeir lifðu oftast. Svo fyrir nokkru eignaðist þessi ungi Kalla aftur unga og þeir lifðu allir nema tveir og urðu stórir og fínir en ég þurfti að gefa alla hina nema einn. Jæja, litli bróðir minn sparkaði fótbolta í girðingu sem ég bjó til handa þessum ungum og hún hrundi ofaná tvo unga, þennan sem ég á núna og einn annan sem dó ekki sem betur fer. Þessi sem ég á ennþá (Freyja) fótbrotnaði og fór í spelku og við héldum að það þyrfti að svæfa hana en það þurfti ekki eftir allt saman. Þegar við fórum með Freyju til dýralæknis komumst við að því að einhver hýsill (hvorki baktería né skordýr) væri að drepa ungana mína. Við fengum lyf fyrir því og það bjargaði ungunum sem fæddust eftir það. Svo eru tvö sett hjá mér en einn unginn hjá mér er svo miklu minni en allir hinir að ég held að hann lifi ekki. Ég er búin að fá einn unga enn sem er ekki skildur mínum kanínum og hún er alveg æðisleg, ég vona bara að hún fari ekki að taka upp á því að strjúka!!

Jæja, kanínuerfiðleikar byrja alltaf á því að maður sé latur við að hreinsa hjá þeim eða gefa þeim eða bara hugsa vel um þær almennt svo að gerið það fyrir dýrin að hugsa vel um þau!

Kv. KristaB!