Ég á hamstur sem heitir Hnoðri sem er besti hamstur í heimi allavega besti hamsturinn minn. En Hnoðri er núna orðin gamall en ég er búinn að eiga hann í minnsta 2 ár það er mikið miða við að þetta er hamstur. En ég á líka annan hamstur sem heitir Mjallhvít, hún er mikið yngri en Hnoðri. En einu sinni átti ég unga sem Mjallhvít var mamman af en er búinn að gefa dýrabúðini þá:(. En Hnoðri er orðin svo latur en ekki þanni séð ég er að meina hann nennir ekkert að hlaupa ef ég sleppi honum, hann labbar bara í róligheitunum í burtu. Hnoðri er svo loðinn, ég held að það sé einhver tegund sem hann er sem heitir loðhamstur en er ekki alveg viss ætla að fara að kíkja á því. Mér finnst svo skrítið að ég hafi átt hnoðra í 2 ár og einhverja mánuði. En ég hef séð voða marga hamstra en hef ekki séð marga sem eru brúnir og hvítir mér finnst það svo flott flestir eru svartir og hvítir, hvítir og ljósbrúnir, en sjaldnast brúnir og hvítir:( . En samt er ég voða voðalega glaður að eiga Hnoðra minn og líka hana Mjallhvíti mina :D.

Kveðja, fische