Frænka mín var um daginn eitthvað að “deita” strák(mann) sem er 26 ára. Fyrir nokkrum dögum þegar frænka mín fékk sér lítinn kettling varð “kærastinn” voðalega “abbó” út í köttinn af því að frænka mín hafði veitt kettinum mikla ást og umhyggju sem er auðvitað skiljanlegt. Þessi strákur sagði frænku minni að velja milli sín og kattarins!!!! Frænka mín sagði við gaurinn ,,Það er auðvelt að velja." Auðvitað valdi hún köttinn og síðan hefur hún ekki talað við þennan sorglega mann!

Ég á líka litla frænku sem er á þeim aldri að hana vantar mikla athygli og fær aldrei nóg af henni, nema hvað að það er hundur í fjölskyldunni sem öllum þykir rosalega vænt um. Þessi litla frænka mín rífst við hundinn eins og litla systkinið sitt og oftar en ekki slást þau!
Hvernig er hægt að slást við hund?
Ég var í sumarbústað með þessari frænku minni ekki allls fyrir löngu og hundurinn var þarna líka. Frænka mín fór að slást og rífast við hundinn og það endaði með því að hún sat úti á palli og grenjaði!
Hún heldur því fram að mömmu hennar þyki vænna um hundinn heldur en sig!
Nú spyr ég, sama hversu gamall maður er, á maður þá að vera að keppast við eða vera afbrýðisamur/söm út í dýrið sitt?
Hvernig er það hægt?