Kengúrur eru spendýr af gerðinni pokaspendýr, en þau finnast nánast eingöngu í Ástralíu. Nafnið er tilkomið af því að kvendýrin hafa poka utan á maganum sem afkvæmin skríða í þegar þau fæðast. Meðal annarra dýra af þessari tegund eru pokarottur og kóalabirnir. Það sem einkennir afkvæmi þessara dýra er að þau fæðast mjög ófullkomin. Þar dvelja dýrin þar líffæri þeirra eru fullþroskuð en það eru þau einmitt ekki við fæðingu. Kvendýrið er kallað svífa, karldýrið höggni (tvö g eins og í högg) og afkvæmin kallast jóar, líkt og hjá kóalabjörnum. Þess má einnig geta að rauð-kengúrur lifa í um tólf dýra hópum

Stærð kengúra við fæðingu er mjög mismunandi. Nýfædd rauð-kengúra vegur einungis 1,5 g og er á stærð við hlaupbangsa. Síðan heldur hún sig í poka móðurinnar í 7-8 mánuði áður en hún yfirgefur pokann. Þá vegur hún um 5 kg.

Þegar kengúrur ganga halda þær jafnvæginu með löngu og sterku skottinu og höndunum (sem sveiflast jafnan upp og niður). Aftur á móti hreyfast afturfæturnir samtímis mjög hratt fram og aftur og skottið sveiflast upp og niður. Ef hindranir verða á vegi þeirra stökkva þær yfir þær, allt að 8 m í einu stökki. Þær geta náð um 1,5 m hæð í stökkinu. Á stuttum vegalengdum ná kengúrur rúmlega 60 km hraða á klst. Skottið nýtist kengúrum líka vel þegar þær slást en þær geta þá sparkað með báðum fótum samtímis auk þess að slá andstæðinginn með framfótunum. Þá standa kengúrurnar nánast á skottinu.