Nokkur atvik hjá Noðra hamstrinum mínum Hamsturinn minn sem heitir Hnoðri. Hann er voðalega oft að sleppa, ég ætla að seiga ykkur frá nokkrum atvikum. Einu sinni var ég að gera eitthvað við hamsturinn og skildi óvart eftir opið búrið næsta dag vaknaði ég sá hamstrabúrið opið því ég sef í sama herbergi og hamsturinn. Ég ætlaði að fara í skólann svo leita að honum Hnoðra. En mamma sá hann skríða hjá neðri skápnum þegar við vorum að borða morgunmat hún greip hann og fór með hann Hnoðra aftur í búrið.



Annað atvik gerðist stuttu eftir þetta þegar ég hef örugglega gleymt að loka var hamsturinn horfinn það var laugardagur ég hafði nægan tíma til að leita. En eftir smá stund var ekki búinn að leita nema mínútu eða styttra heyrði ég einhvern skræk. Það var í horninu í herberginu var eitthvað dót til að hita húsið hann var búinn að grafa sér holu þar. Ég þurfti að bíða í smá stund með mat fyrir framan holuna þá kom hann út ég greip hann og lét hann í búrið.



Þriðja atvik gerðist soldið löngu eftir öðru atvikinu þá gerðist sama atvikið að ég hafði gleymt að loka búrinu. En það besta var ég fann hann strax hann var á sama stað og síðast. En hann var búinn að grafa miklu stærri holu og hann kom ekki út samt hvort ég hafði fullt af mat fyrir utan holuna. Ég fór með höndina ég teygði mig eins langt og ég get en allt í einu beit Hnoðri mig. Hann hafði aldrei bitið mig fyrr. Þá fattaði mamma að nota stóra prjóna sem voru tveir fastir saman þannig að það varð lengra. Ég fór með prjónana í holuna og fann að ég hafi potað í hann og fór með prjónana út. Þá stuttu eftir kom Hnoðri út þá var ég glaður og lét hann í búrið.



Kveðja, Fische