Ég á fugl sem heitir Sebastian (Red-lored amason) og hann er 6 ára. Ég fékk hann frá konu sem hafði búið í Mexíkó. Hún og fuglinn urðu aðskilinn í 1-2 ár en það er þannig með fugla að ef þeir verða á einhvern hátt aðskildir frá eiganda sínum lengi þá vilja þeir reiðast eiganandanum. Þegar hún fékk fuglinn hingað þá vildi hann ekki leifa henni að koma nálægt sér. Þegar hann var orðinn ómögulegur seldi hún okkur fuglinn. Smá saman hændist hann að mér og nú get ég klappað honum og knúsað. En það skrítna er að hann leyfir mér bara að snerta sig en öskrar á aðra.
„Time is an illusion, lunchtime doubly so.“ - Douglas Adams.