Ég á 3 systur, eina ný orðna 4ra, eina 7 ára og eina 10 ára. Þessi elsta er með finkur og fiska sem hefur kveikt í smá öfund hjá þeim yngru, því þær áttu ekki neitt dýr. Þessi sem er 7 var alltaf svo veik fyrir dverghömstrum og svo kom auðvitað að því að foreldrarnir gáfu eftir og keyptu einn, Sprett, handa þeim saman. En sú yngsta er auðvitað mesta frekjan einokaði hann alveg, og var alveg brjáluð ef einhver annar kom nálægt honum. Svo það var farið að versla annan. Það átti að kaupa kall svo ekki yrði ungastand, en það voru bara til ungar sem ekki var hægt að kyngreina. Í morgun gerðist það að þessi 7ára var að teyja sig ofan í búrið að reyna að ná hamstrinum sínum þegar hún æpti upp fyrir sig og öskaraði \“OJJJJ, dauður fiskur í búrinu mínu, vill einhver taka hann, ég vil ekki hafa dauðan fisk í búrinu mínu!!!\” Heimilisfólk varð auðvitað undrandi og fór að kanna málið, en þá kom í ljós að seinni hamsturinn var búinn að eignast sinn fyrsta unga :D Unginn er auðvitað hárlaus og miður fallegur sem útilokaði það auðvitað í huga systur minnar að væri hamstur ;) Mér fannst þetta bara svo hryllilega fyndið :)
- www.dobermann.name -