Úff … undanfarnar tvær nætur hefur mig dreymt sama drauminn; að hann Sebastían minn (kanínustrákur) sé dáinn! Þetta er náttúrulega rosalega óþægilegur draumur og þegar ég vakna líður mér mjög illa.

Ég held samt að rótin á bakvið þennan draum sé sú að eftir tæpar 2 vikur er ég að fara til útlanda og þarf að skilja hann eftir hérna heima í pössun. Málið er bara að innst inni finnst mér enginn geta passað hann eins vel og ég sjálf! Það er ekki það að ég viti það ekki að auðvitað verður hugsað vel um hann og líkurnar á því að hann deyji á meðan ég sé úti séu jafn miklar og að hann deyji bara hérna heima hjá okkur. Að vísu spilar svolítið inn í hjá mér að hann verður í pössun hjá Furðufuglum og Fylgifiskum, en ekki hjá neinum sem hann þekkir (enginn vina minna gat tekið hann). Mér finnst líka mjög leiðinlegt að hugsa til þess að hann verði lokaður inni megnið af deginum, þar sem hann er vanur því að vera alltaf laus.

Ég veit ekki alveg hvað ég á til bragðs að taka, það liggur við að ég sé að gugna á því að fara til útlanda og vilji bara verða eftir hérna heima hjá Sebastíani. Svo er ég líka svo hrædd um að hann verði breyttur þegar ég kem til baka … úff! það er allt í stressi hjá mér útaf þessu :(

Þið sem hafi reynslu af því að skilja dýrin ykkar eftir á meðan þið farið til útlanda (ég verð í tvær vikur), ég myndi meta það mikils ef þið gætuð á einhvern hátt hughreyst mig :)

Kveðja,
Eva