Ég vill fá fuglaáhugamál en þar sem það er ekki til þá sendi ég þetta bara hér inn á Dýraáhugamálið!
Flest af þessu er fengið úr bókinni Fuglar í náttúru Íslands en nokkrar aðrar setningar á netinu.

Geirfugl
Geirfuglar hafa verið útdauðir síðan 1844 þegar sá síðasti var drepinn í Eldey út af Reykjanesi. Örlög þessara stóru sjófugla minna óþyrmilega á hvað getur gerst ef ekki er farið að með gát í umgengni við náttúruna og lífríkið. Einungis um 80 uppstoppaðir geirfuglar, 75 egg, nokkrar beinagrindur og bein af geirfuglum eru til í veröldinni. Geirfuglar voru stórir fuglar og einmitt þess vegna og einnig vegna þess að þeir gátu ekki flogið var þeim útrýmt með ofveiði. Einn uppstoppaður geirfugl er til í Náttúrugripasafni Íslands.
Þyngd 5 kg.
Lengd 75 cm.
Vænghaf Ófleigur
Útdauður
Var staðfugl


Fálkar
Fálkar verpa í öllum landshlutum en eru algengastir á Norðurlandi. Þeir finna sér hreiðurstað í klettum þar sem þeir verpa snemma í apríl. Ungarnir fara úr hreiðrinu og yfirgefa foreldra sína í ágúst. Stærð fálkastofnsins er háð stofnstærð rjúpunnar sem er aðalbráð þeirra. Talið er að milli 1000-2000 fuglar séu í íslenska fálkastofninum og þar af 250-300 varppör. Fálkinn er tígulegur fugl. Fyrrum var hann fluttur lifandi út í stórum stíl, því erlendir þjóðhöfðingjar sóttust eftir að eignast íslenska fálka. Í kringum 1750 var útflutningurinn 100-200 pör á ári. Íslenski fálkinn er stærsti fálkategund sem til er og er eftirlæti fuglaskoðara. Auðveldast er að finna og skoða fálka á haustin.

Haförn
Hafernir eru konungar loftsins á Íslands. Ernir eru sjaldgæfir, en undir 100 pör eru til og hafa þeir verið í útrýmingrhættu í áratugi en á síðustu árum hefur örnum fjölgað aðeins. Ernir verptu fyrrum um allt land en bændur sem töldu að þeir leggðust á búfénað drápu þá miskunnarlaust þar til þeir voru komnir í útrýmingarhættu í byrjun tuttugustu aldarinnar. Árið 1913 þegar einungis voru örfáir ernir eftir á Vestfjörðum, voru þeir friðaðir og síðan hefur þeim fjölgað smám saman. Í ár (1999) var afkoma arnarstofnsins með besta móti en talið er að 26 ungar hafi komist á legg. Ernir eru mjög viðkvæmir fyrir truflunum og það er óleyfilegt að nálgast hreiður þeirra. Það er samt sem áður ekki erfitt að koma auga á þessa konunga himinsins sérstaklega á Vestfjörðum og í kringum Breiðafjörð þar sem meginhluta stofnsins er að finna.

Hrafn
Hrafnar eru staðfuglar sem eru útbreyddir um allt norðurhvel jarðar. Hér má finna þá nánast hvar sem er þar sem eitthvert æti er að hafa, enda eru þeir alætur sem lifa á gróðri og dýrum, lifandi sem dauðum. Stofninn er þó ekki mjög stór og er áætlaður 2.500 varppör og 10.000 til 13.000 fuglar að vetri. Hrafnar hafa þann sið að safnast saman í hópa á haustin, svokölluð hrafnaþing, og heldur svo fram til vors. Hrafnar gera sér hreiður í klettum jafnt inn til landsins sem við strendur og í eyjum. Hreiðrið er viðamikið og kallast laupur. Eggin eru 4-6 en hrafnar byrja að verpa einna fyrstir fugla um miðjan apríl. Hrafnar eru alætur og lifa á gróðri jafnt sem dýrum hvort heldur lifandi eða dauðum. Hrafnar hafa löngum verið litnir hornauga og má veiða þá allt árið. Hafa jafnvel verið gerðir út menn til að drepa sem flesta.