Halló

Ég ákvað að leyfa Huguðum að njóta einnig góðs af greininni sem ég þýddi af House Rabbit Society (www.rabbit.org) og sendi inn á spjallið hjá Furðufuglum og fylgifiskum :)


Ég mæli endilega með því að þið farið inn á eftirfarandi slóð http://www.rabbit.org/faq/sections/litter.html og lesið ykkur til um litter training þar. Ég þýddi hins þá hluta af þessari síðu sem mér fundust allra mikilvægastir, en það er samt margt annað þarna að lesa!

————–>grein byrjar :)
Inngangur
Það er í eðli kanína að velja sér einn eða fleiri staði til að pissa og kúka á (venjulega horn). “Pissuþjálfun” felur lítið annað í sér en að setja kanínuklósett þar sem kanínan kýs að pissa. “Kúkaþjálfun” krefst einungis þess að þú eftirlátir þeim stað sem þær vita að verður ekki ráðist inn á. Hér eru nokkur ráð sem hjálpa þér við að þjálfa kanínuna þína til að nota klósettið.

Skiptir aldur máli?
Það er auðveldara að þjálfa eldri kanínur en þær yngri, sérstaklega ungana. Athygli kanínanna og kúnstin að læra eykst eftir því sem þær eldast. Ef þú ert með unga, haltu þig þá við hann! og ef þú ert að hugsa um að taka að þér eldri kanínu, eða að húsvenja eldri kanínuna þína, drífðu þá í því!

Skiptir gelding máli?
Já! Þetta er oftast mikilvægasti þátturin. Þegar kanínur ná 4-6 mánaða aldri verða hormónarnir í þeim virkir og þær byrja yfirleitt að merkja sér svæði. Með því að gelda kanínuna þína verður hún líklegri til að nota klósettið (auk þess sem hún verður miklu heilbrigðari og hamingjusamari).

Hvað á ég að nota í klósettið
Það fer eftir því hvað er fáanlegt þar sem þú býrð og hverjar venjur kanínunnar þinnar eru. Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú velur það sem þú setur í klósettið:
* flestar kanínur eyða miklum tíma í klósettinu sínu
* kanínur munu alltaf narta í eitthvað af því sem er í klósettinu þeirra
* kanínuhland hefur mjög sterka lykt
* House Rabbit Society mælir með alfaalfa, höfrum, “citrus” eða pappír

Innskot frá mér:
“Ég nota bara venjulegt sag í dallinn hjá Sebastían og hann virðist vera alveg hæstánægður með það. Svo þrífum við dallinn líka annan hvern dag.”



Haltu þig frá efnum búnum til úr mjúkvið, líkt og furu eða sedrusviðarspónum, þar sem þessar vörur geta valdið lifrarkrabbameini í kanínum. CatWorks kattasandurinn hefur verið tengdur við zinc eitranir. Önnur aðferð er að setja handfylli af heyi í hvert klósett eða einfaldlega að nota hey sem klósett. Augljóslega þarftu að skipta oft um heyið (daglega), þar sem kanínan mun koma til með að éta af því.

Með og á móti ýmsum gerðum af “kanínusandi” (litter):

* leirkanínusandur er rykugur - ef kanínan þín grefur mikið getur rykið gert hana viðkvæma fyrir lungabólgu.
* lyktarkristalarnir í sumum leirkanínusöndum er eitraður
* kanínusandur sem verður að köggum mun líka kögglast í meltingarfærum og öndunarvegi kanínunnar þinnar (hið seinna ef þeim tekst að gera nógu mikið ryk til að anda því að sér) og veldur alvarlegum vandamálum og leiðir oft til dauða.
* maískólfasandur (corn cob litter) er ekki rakadrægur og stjórnar ekki lykt og hætta er á því að kanían éti hann og það leiði til banvænnar stíflunar.
* kanínusandur úr höfrum og alfaalfa (fáanlegur frá Purina, Manna-Pro og King-Sooper búðunum) hafa mjög góða lyktareyðandi eiginleika, en ef kanínan étur of mikið af þeim þenjast þeir út og valda þrútnun.
* kanínusandur búinn til úr sedrusviði virkar vel og er ekki hættulegur en hann getur verið erfitt að fá auk þess sem hann er dýr sumsstaðar í heiminum.
* Margir hafa náð miklum árangri með “litter” búið til úr pappírskvoðu (paper pulp) eða endurunnum pappírsvörum.
* Pressaðir sagkögglar: eru ódýrir, mjög rakadrægir og notaðir á mörgum heimilum. Þeir eru búnir til úr mjúk- eða harðviðarsagi en eru ekki eitraðir vegna þess að kristalsdílaefnasambandið (phenolic compounds) er fjarlægt í framleiðslu. Það að þeir séu gerðir úr viði hjálpar við stjórnun á bakteríuvexti og lykt.

Ruglast kanínan ekki í ríminu ef ég nota kornblönduna (food pellets) fyrir kanínusand (litter)?
Ung kanína gæti tekið upp á því að nota bæði klósettið og matardiskinn sinn fyrir bæði mat og úrgang. En ef þú hellir alltaf “útkúkaða” matnum úr diskinum og í klósettið og þrífur diskinn áður en þú bætir mat í hann þá mun kanínan ná þessu fljótlega.

Kanínan mun narta í kornið í klósettinu í stutta stund meðan það er ferskt en þær missa áhugann þegar það verður skítugt.

Að lokum ber að nefna að sumar kanínur pissa eða kúka í matardiskinn sinn. Þetta er ekki ruglingur hjá þeim heldur yfirlýsing til annarra: “Þetta er MINN matardiskur!”

Þrif og losun
Þrífðu klósettið oft til að hvetja kanínuna þína til að nota það. Notaðu hvítvísedik til að hreinsa boxið - ef blettirnir eru fastir, láttu klósettið þá liggja í bleyti.

Slys utan við búrið má þrífa með hvítvínsediki eða “club soda”. Ef pissið er þornað geturðu t.d. notað “Nature's miracle” til að fjarlægja blettinn og lyktina.

Úrganginn er hægt að losa sig við eins og lífrænan úrgang, það er hægt að nota hann sem “mulch” eða setja hann í safnhaug. Kanínukúk er hægt að setja beint í á plöntur sem áburð.

Innskot frá mér:

“Það er eðlilegt að finna alltaf einn og einn kúk á gólfinu þó að kanínan sér orðin húsvön. Einföld leið svo maður sé ekki að pirra sig of mikið á honum er að henda honum beint ofan í næsta blómapott”

Kúkur vs. piss
Allar kanínur kúka í kringum búrið sitt til að merkja það sem sitt eigið. Þetta eru ekki mistök í húsvenjuninni. Það er mjög mikilvægt fyrir kanínurnar að merkja búrið sem sína eign þegar þær fara úr því til að skoða húsið. Kanínan mun aðgreina sitt svæði frá svæði fjölskyldunnar og forðast að merkja það. Til að hvetja hana í þessu gerðu kanínuna þá að kóngi búrsins síns. Reyndu að neyða hana ekki inn eða út úr því - lokkaðu hana. Ekki gera eitthvað við búrið sem henni líkar ekki, eða gera eitthvað við kanínuna sem henni líkar ekki á meðan hún er inni í búrinu.

Trikkið við að fá kanínuna til að halda kúknum inni í búrinu sínu er að veita honum fullan eignarrétt á því - virtu búrið sem hennar:
* Ekki teygja þig inn í búrið til að taka hana út; opnaðu dyrnar og leyfðu henni að koma út þegar hún vill
* Ekki grípa hana og setja hana inn í búr því þá verður búrið að fangelsi, ekki heimili. Smalaðu henni vingjarnlega inn og leyfðu kanínunni að velja að fara inn til að komast burt frá þér (ég geng á eftir kanínunum mínum, klappa höndunum og segi “háttatími”. Þær vita að ég hætti ekki að ergja þær fyrr en þær fara inn í búrið svo þær hlaupa inn nema þegar þeim finnst þær ekki hafa fengið að vera nógu lengi úti.) Þetta er nokkurn veginn eins og barn sem er að fara heim og loka hurðinni vegna þess að einhver er að kalla á það. Það er hægt að gera leikvöllinn að leiðinlegum stað en það má ekki angra þau heima.
* Ef kanínan hefur verið að kúra hjá þér er allt í lagi að bera hana að búrinu og láta hana fara inn, bara ekki setja hana beint inn í búrið og ALDREI elta hana og króa hana af og setja hana svo inn í búrið.
* Ekki teygja þig inn í búrið til að ná í matardiskana - togaðu þá að hurðinni á búrinu svo að það sé hægt að fylla þá með sem með sem minnstum átroðningi EÐA bíddu með að filla þá þangað til kanínan fer út úr búrinu.
* Ekki þrífa búrið meðan kanínan er inni í því - bíddu þangað til hún kemur út. Hún mun koma og fylgjast með því, jafnvel hjálpa þér við að færa hluti sem þú hefur lagt frá þér utan búrsins. Svo lengi sem kanínan er ekki inni í búrinu mun hún ekki líta á hreingerninguna sem árás á svæðið hennar (Snjallar kanínur - ég myndi ekki heldur mótmæla ef einhver væri að þrífa húsið mitt… )

Sömu tækni má nota ef kanínan býr ekki í búri heldur vissum hluta herergisins. Merktu svæðið með teppi eða einhverju slíku og ekki ráðast inn á það.

Er hægt að láta kanínuna hafa hlaupapláss (runningspace )
Jafnvel þó að það sé ætlun þín að leyfa kanínunni þinni alltaf að vera lausri í húsinu verðurðu að byrja smátt. Byrjaðu með búr og smá hlaupapláss og þegar kanínan er nægilega þjálfuð á því plássi skaltu smám saman gefa henni meira pláss. En gerðu það smám saman! Ef þú lætur hana strax fá allt of mikið frelsu mun hún gleyma hvar klósettið hennar er og gleyma góðu siðunum sínum.

Hvernig á svo að gera þetta?
Byrjaðu með klósett inni í búrinu og eitt eða fleiri klósett á hlaupaplássinu. Ef kanínan pissar í það horn búrsins þar sem klósettið er ekki, færðu það þá alveg þangað til hún pissar í það. Ekki hafa áhyggjur þó að kanínan kúri sig upp við klósettið - það er eðlilegt. Þegar hún er farin að nota klósettið í búrinu, opnaðu þá og hleyptu henni út. Fylgstu með henni fara sjálfri in og út úr búrinu. Ef hún stefnir á horn þar sem er ekkert klósett eða lyftir upp dindlinum eins og hún sé að fara að pissa, segðu þá “nei” hárri, hvellri röddu. Smalaðu henni aftur í búrið sitt og í klósettið eða í klósettið hennar í herberginu. Farðu samt varlega því þú vilt ekki láta búrið eða klósettið virðast vera refsing. Handfylli af heyi í boxinu lætur það líta út fyrir að vera ákjósanlegri staður. Eftir að kanínan notar klósettið í fyrsta skipti, hrósaðu henni þá og gefðu henni uppáhaldsnammið hennar. Þegar hún er búin að nota klósettið í herberginu nokkrum sinnum ertu vel á veg komin þar sem venjur hennar eru að mótast. Jafnóðum og hún verður betur þjálfuð geturðu stækkað plássið hennar. Ekki flýta þessu ferli. Ef svæðið verður mjög stórt eða inniheldur aðra hæð mundu þá að bæta við fleiri klósettum til þess að rugla hana ekki. Mundu að eftir því sem hún fær meira sjálfstraust og notar færri klósett geturðu byrjað að fjarlægja einhver af “æfingar”klósettunum hennar. Komdu upp daglegri rútínu hjá kanínunni og reyndu að breyta henni ekki. Kanínur eru mjög vanaföst dýr og þegar regla er komin á hlutina vilja þær helst halda sig við hana.

Hversu mörg klósett
Þeim mun fleiri, þeim mun betra, sérstaklega ef kanínan þín er lengi að læra eða hún er mjög þrjósk varðandi það hvar hún vill hafa klósettin. Eftir því sem venjur hennar batna geturðu fækkað klósettunum.

Hvað ef kanínan ÆTLAR að pissa annarsstaðar?
Miðlaðu málum. Ef kanínan þín pissar á blett þar sem ekki er klósett, settu þá klósettið þar sem hún notar það, jafnvel þó það þýði að þú þurfir að endurraða í búrinu hennar eða færa borðið í stofunno. Það er mun auðveldara að láta undan henni heldur en að reyna að vinna gegn ákveðinni kanínu!

Hver eru algengustu mistökin þegar verið er að húsvenja?
1) Að hleypa kanínunni út úr búrinu án þess að veita henni óskipta athygli þína;
Þú getur ekki horft á sjónvarpið eða lesið dagblaðið eða prjónað eða talað í símann og ætlað að hafa hugann
við kanínuna hverja einustu sekúndu - ef hún pissar án þess að nást og vera smalað að klósettinu verður hún
bara þeim mun lengur að læra hvað hún á að gera

2) Að flýta sér
Kanínur taka tíma. Kannski er það ein af sérstökum eiginleikum þeirra í þessum brjálaða heimi. Þær krefjast
þess að við tökum okkur tíma til að sitja og horfa og gera ekkert annað. Auk þess að fá vel þjálfaða
kanínu eftir alla fyrirhöfnina, færðu líka smá stund á hverjum degi til að fylgjast með einni af mest heillandi
verum á jörðinni kanna, hoppa af gleði og í rauninni skemmta þér með því að vera hún sjálf

Af hverju pissar og kúkar kanínan mín við hliðina á klósettinu?
Þrjár algengustu ástæðurnar fyrir því að kanína tekur upp á þessu (sérstaklega ef hún hefur áður notað klósettið) eru:

1) Sýking í þvagrásinni, “sludge” í þvagblöðrunni, þvagsteinar, nýrnasjúkdómar. Þetta ætti viðurkenndur læknir að meðhöndla.

Algeng dæmi er Oreo, 8 og hálfs árs kanína sm var með 75% nýrnabilun og byrjaði að pissa á gólfið við hliðina á klósettinu þegar vandamálið byrjaði. Hershey (makinn hennar) gerði það samta þegar hann fékk alvarlegt “UTI” í fyrra. Eftir að “UTI-ið” var farið byrjaði hann að nota klósettið aftur.

2) Hegðunarvandamál

Þegar búið er að útiloka líffræðilegar ástæður virðast hegðunarástæðurnar vera eitthvað á þessa leið:

Miz bun pissar við hliðina á klósettinu sínu útaf einhverskonar stressi, svosem ef rútínan hennar breytist t.d. ef hún fær minni tíma til að hlaupa en venjulega, það eru gestir, krakkarnir koma heim í frí eða hvaða atburður sem getur haft áhrif á hana tilfinningalega hvort sem hann er góður eða slæmur. Það gæti líka orðið eitt einstakt slys ef kanínan verður t.d. hrædd vegna skyndilegs hávaða á meðan hún er í klósettinu, sem hún tengir síðan við það að vera í klósettinu. Hver sem ástæðan er fyrir því þá er hún óörugg og reynir að byggja upp sjálfstraustið með því að undirstrika undirskrift sína (úrgangurinn í boxinu er undirskriftin; undirstrikunin er úrgangurinn við hliðina á klósettinu. Nema að þetta sé langvarandi stress sem hægt er að fjarlægja, er það að finna ástæðuna ekki aðalmálið. Það sem er mikilvægt er ekki það sem gerðist í fyrsta skiptið heldur vaninn sem verður til út frá því. Hún pissar við hliðina á klósettinu vegna þess að hún gerði það í gær. Margir gera ekkert í fyrstu skiptin vegna þess að kanínan hefur alltaf verið dugleg við að nota klósettið. Þeir halda að þetta hafi verið einstakur atburður sem muni hverfa jafn snöggt og hann birtist. Þetta gefur tíma til að þetta komist upp í vana. Á þriðja degi nær komið upp í vana og leiðrétting á ástæðu vandans mun ekki laga hann.

Hvað MUN leysa vandann? Þetta venjulega innilokun, lof, verðlaun, að fylgjast rækilega með kanínunni og sitja yfir henni meðan hún er laus en það er akkur á þessari aðferð. Hún krefst breytingar á rútínu Miz bun, sem er algeng ástæða hegðunarinnar í upphafi. Ég veit ekki um neina einfalda lausn við þessu vandamáli. Erfiða lausnin er að loka inni, lofa o.s.frv. með sem minnstri röskun á rútínunni. Stundum bæti ég klósetti á svæði kanínunnar. Nýjungin gerir klóesttið spennandi (og líka nammi sem er sett í það). Hún hoppar í það til að kanna málin og voilà! hún kúkar Í KLÓSETTIÐ. Þetta er góð hegðun sem á skilið girnileg verðlaun. Það er oft auðveldara að fá hana til að fara í nýtt box en að fá hana til að fara í að sem hún hefur verið að pissa/kúka við hliðina á.

Þaðer mikilvægt að fólk skilji að þetta ferli getur tekið tíma. Kanína, sem hefur verið fullkomlega húsvanin í 3 ár og pissar við hliðina á klósettinu sínu í 3 daga, getur þurft allt að 3ja vikna stranga þjálfun til að fá hana til að taka aftur upp fyrir hegðun.

3) Svæðisyfirráð
Winston, trúr og tryggur notandi klósettsins síns byrjaði að pissa á gólfið við hliðina á klósettinu nálægt hurðinni … þegar Buttercup flutti inn hinum megin við hana. Eftir að Winston vandist Buttercup og hann var búinn að merkja “sitt” svæði nægilega hætti hann að pissa á gólfið og fór aftur að nota klósettið

———————> grein endar :)

Ég vona að einhver hafi gang og jafnvel gaman að þessari þýðingu
Öll uppbyggileg gagnrýni er velkomin (sérstaklega ef þið hafið eitthvað út á þýðinguna að setja )

Kveðja,
Eva