Heimili fuglanna okkar Mér langar að tala aðeins um fuglabúrin, heimili fuglanna okkar:)
Ég held þau séu til í þremur litum, hvít, silfruð og gyllt. Gylltu búrin eru vinsælust hef ég tekið eftir og þau eru líka oftast mjög falleg og passa vel inn í flest herbergi.
Svo eru búrin í ýmsum stærðum. Fuglunum finnst best að vera í sæmilega stóru búri. Ef fólk hefur pláss er mjög sniðugt að kaupa sér búr á standi. Þá stendur búrið hærra uppi og fuglunum líður betur. Fuglum finnst betra að vera í nokkurri hæð útaf uppruna þeirra, til að verjast ránfuglum eða til að verða ekki auðveld bráð. Þess vegna sitja þeir t.d. alltaf frekar hátt uppi í trjánum;)
Svo finnst mér nauðsynlegt að hafa eitthvað dót inn í búrinu, svo fuglinum leiðist ekki. Minn allavega varð mjög ánægður þegar hann fékk sitt fyrsta dót;)

Fuglinn minn er í frekar stóru gylltu búri. Það er á standi og er þess vegna í nokkurri hæð. Það eru þrjú prik í púrinu, 4 matardallar (reyndar bara 3 í notkun) og tveir vatnsdallar. Svo er hann með stiga og fullt af bjöllum og spegil sem hann talar oft við sjálfan sig í;) Svo má ekki gleyma rólunni, margir fuglar sofa í henni en minn hefur ekki verið mjög duglegur við það.

Hvernig eru fuglabúrin ykkar?

Kv, Sweet;)
Játs!