Hvernig greina á veikan fugl Fugláhugamálið ætlar að verða lengi á leiðinni, en það þýðir víst ekki að gefast upp, þannig að hérna kemur eitthvað smá um fugla;)

Tekið úr bókinni Gári litli.

Hvernig greina á veikan fugl?
Hér koma nokkur atriði til að reyna að meta það.
Besti heilbrigðisvotturinn er, að fuglinn sé mikið á hreyfingu, ef þú sérð að hann étur af góðri list, ef hann á samskipti við aðra fugla eða kroppar mikið í slár eða leikur sér að hlutum. Ef þú sérð svona athafnasemi, þá aukast líkurnar á því að fuglinn sé heilbrigður.
Sé hann hinsvegar kyrr og sitji hljóðlátur út í horni, þá getur verið að hann sé veikur, en það þarf þó ekki að vera. Gárar fá sér blund oft á dag. Ef fuglinn er kyrrlátur, þyrftirðu að taka þér meiri tíma til að skoða hann betur og sjá hvort hann vaknar við og fjörgast.
Horfið ekki aðeins á, hvernig fuglinn er á litinn, heldur er mikilvægara að skoða í hvernig ásigkomulagi fiðrið á honum er. Á ungum og heilbrigðum gára á fiðrið að liggja slétt og gljáandi. Fiðrið við gotraufina á ekki að vera skítugt, sem bendir til niðurgangs, sem aftur er merki um að honum líði illi og jafnvel að hann sé veikur.
Gagnlegt er að skoða vel augun. Í ungum gára eiga þau að vera stór og gljáandi, kúluhvelfd og alsvört, nema ef fuglinn er albínói rauð.
Aðgætið að fæturnir séu heilbrigðir og sterklegir og beinir, enginn galli á tánum né klærnar of langar. Hyrnið á fótunum á að liggja slétt.
Ef þið sjáið roða í kringum gotraufina, gæti það bent til veikinda. Strjúkið með fingri um bringubeinið og finnið hvort það er vel ávalt. Ef það er hinsvegar innfallið, gæti það bent til veikinda.

Vona að þetta gagnist einhverjum:)

Kv. Sweet =)
Játs!