Margir halda að það sé ekki hægt að þjálfa nagdýr en það er hægt!
Eins og Evaslefa þjálfaði kanínuna sína hann Sebastían svo að núna skítur hann bara inni búri.

Ég er að þjálfa Grísling naggrísinn minn. Hann er mjög hændur að mér og kallar alltaf á mig ef honum vantar félagsskap.
þannig að það er auðveldara fyrir mig að þjálfa hann heldur en Anítu sem að vill einginlega ekkert með mig hafa.
En það á eftir að lagast. Eftir að ég er búin að þjálfa hann Grísling minn ætla ég að þjálfa hana.

Ég byrjaði bara á einfaldri þjálfun. þá á ég við það sem auðvelt er að kenna honum.

Hann er mjög sólginn í kál (þá sérstaklega Iceberg) Oft þá tek ég hann upp og gef honum kál en núna er ég byrjuð að láta hann kyssa mig til þess að fá það.
Ég læt hann vita að ég er með kál í hendinni með því að sýna honum það og leyfa honum að heyra í því (hann byrjar alltaf að væla þegar hann heitir í einhverju eins og bréfi því að þá heldur hann að það sé verið að gefa honum kál)Fyrst reyndi hann að ná í það en ég var fljót að kippa því frá og eftir smá tíma sýndi ég honum það aftur.
Ef hann reyndi e-ð að narta í mig tók ég hann og henti honum frá mér (þ.e. bara laust á rúmið)og sagði harðlega við hann NEI! síðan tók ég hann upp aftur og sýndi honum kálið og ef hann kyssti mig á undan gaf ég honum og hrósaði með blíðri röddu, JÁ!!!

Hann er núna að fá þessi skilaboð og núna alltaf tilbúinn til þess að kyssa mig…

Næst ætla ég að þjálfa hann þannig að koma til mín þegar ég kalla á hann (eða a.m.k. að reyna það) og svo reyni ég e-ð erfiðara. :) :D ;) :P
It's a cruel world out there…