Þannig er það víst að ég er í vandræðum með kanínu sem ég er að passa, hún er bara 9 mánaða kanínuungi en á það til að brjótast út úr búrum. En núna er kanínan mín hin 2ja og hálfs árs gamla Trýna flutt út í búr svo að Þruma (kanínuunginn)þarf að vera úti með henni. Það ætti að vera allt í lagi því Trýna er svo stilt en á stuttum tíma hefur Þruma vanið Trýnu á þann ósið að brjótast út úr búrinu og sama hvað við reynum að ganga vel frá þessu komast þær altaf út. Venjulega væri það auðvelt að sækja þær bara og skamma þær en ekki núna því ég varð fyrir því óláni að renna í hálkunni og fótbrjóta mig. Ég hef prufað að gefa þeim bara meira að borða en þær fara samt. Það er líka annað á þessum tíma hafa þær báðar orðið rosalega styggar og því spir ég hvað á ég að gera við þessa kanínu?

Kv. Regí
-