Ég sendi inn grein um daginn um fuglin minn Venus, nú erum við búin að skipta um nafn á henni því að hitt passaði bara ekki, nú heitir hún Sussy.
Núna eftir að vera búin að eiga hana í rúmlega mánuð þá er hún eiginlega hætt að bíta, við fórum bara alltaf ákveðið að henni, svo fyrst þá settum við varasalva á puttana á okkur og henni fannst bragðið svo vont að hún vildi ekki bíta mann.
Enn hún flýgur ekki mikið sem mér finnst mjög furðulegt, það er mjög rúmt og gott herbergið sem hún er í og hátt til lofts. Hún situr alltaf bara á búrinu og þegar ég er að þrýfa búrið situr hún á hausnum á kærastanum mínum.
Kötturinn minn var yfirsig hrifin af nýa heimilismeðliminum, hún situr fyrir utan herbergið mitt og vælir og klórar í hurðina hjá mér. Svo eina nóttina vöknum við við það að það er einhver á glugganum fyrir utan enn þá var kisa að stinga loppuni inn fyrir gluggan að reyna að ná Sussy.