hjálp! EGG!!! Það var og, Nova, karlfuglinn minn (!) verpti eggi í dag. Þetta kom mjög á óvart, skal ég segja ykkur. Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að “hann” væri karl þar sem hann söng! Og ég ætlaði að kaupa handa honum kærustu, sem reyndist mun erfiðara en ég hélt því ég þurfti að skipta 5 sinnum um fugl þar til ég fékk loks kerlinguna mína, hana Mjallhvíti. Svo setti ég hjá þeim hreiður sem þau í fyrstu veittu engan áhuga, heldur bara eyðilögðu svo ég keypti annað öðruvísinni og þá allt í einu fór “hann” að sýna því rosalegan áhuga og einokaði það alveg og hleypti Mjallhvíti aldrei að því, og núna: EGG!!! Fúff… ég veit ekkert hvort það sé frjótt eða ekki, síðasti karlfuglinn minn yfirgaf okkur rétt fyrir jól og því veit ég ekki alveg hvort hann hafi náð að frjóvga eggið, en það kemur í ljós. Ef þið hafið einhver ráð varðandi egg, eru þau mjög vel þegin, þetta er alveg nýtt fyrir mig. Ég læt ykkur svo vita hvernig gengur :)
- www.dobermann.name -