Ég var að fá mér fugl. Ég fékk hana gefins því að fyrri eigandi hans var kominn með leið á henni. Lýsingin var þannig að þetta væri blár leiðinlegur páfagaukur, kallkyns. Þau voru búin að eiga hana í þrjú ár og héldu alltaf að hún væri kall, enn fyrsta sem ég sá var að hún var með rauðan gogg, semsagt kona.
Ég er búin að eiga hana í viku núna, ég fékk mjög flott búr með henni og hún átti mikið að dóti. Ég er búin að kaupa allt fyrir hana, nammi, leikföng og allt. Hún bítur reyndar enn samt ekkert svo rosalega fast enn það er samt ekkert þæginlegt. Hún rosalega lítil og sæt, enn hún syngur rosalega lítið, svo þegar að ég hleypi henni út þá stendur hún bara á búrinu og ef maður er að reyna að setja hana á puttan flýgur hún bara alltaf á hausinn eða á öxlina á manni. Ég er að reyna að temja hana og það gengur ágætlega miðað við hvað ég er búin að eiga hana stutt. Ég hef ljós hliðiná búrinu og útvarp, og ég hef ljósið og útvarpið kveikt allan daginn hjá henni þegar að ég er ekki hjá henni. Mér er strax farið að finnast mjög vænt um hana og vonandi næ ég að temja hana og venja hana við að hætta að bíta, vitið þið um ráð til að venja hana af því?