Jæja!

Ég var að frétta það, að það væri mjög gott fyrir fuglana að syngja fyrir þá. Þeir hlusta vel (þeir hlusta þegar þeir halla hausnum örlítið til hliðar) og geta jafnvel lært laglínur og texta.
Þetta getur líka styrkt böndin á milli fuglsins og eigandans. Ég er með smá dæmi…. í gær prufaði ég að syngja smá fyrir fuglinn minn, bara smá sko (hmmmm, hehe) já alla vega fyrst var eins og honum væri alveg sama, en svo eftir smá tíma fór hann að hlusta. Svo hætti ég og byrjaði aftur, þá hætti hann því sem hann var að brasa og hlustaði, krúttlegt:)
Þannig ég held að söngur geti fært mann nær fuglinum, því hann nær hljómnum og svona:)
Alla vega prufið (þótt þið kunnið kannski ekkert að syngja hehe) og sjáið hvað hann gerir!

Svo ef einhver hefur gert þetta má hann/hún alveg segja frá því og hvort fuglinn lærði eitthvað og hvort það varð einhver breyting á samskiptunum, mig langar nefnilega að prufa þetta:) Samt þegar enginn annar er heima hehe;)

Kv. Sweet;)
Játs!