Halló allir !
Ég bjóst aldrei við því að sá dagur rynni upp að ég þyrfti að gera hræðilegasta hlut í heimi sem er að lóga heilbrigðum 5 ára gömlum
hundi vegna þess að hann hýddi ekki og endaði með að bíta vin frænda mins meira í vörn heldur en að ráðast á hann það einhvern vegin setti punktinn yfir i. Þegar við fengum okkur hann sem hvolp var strax hringt í ástu dóru í gallery voff og beðið um flest ráð sem hægt er að gefa áður en farið er á hvolpanámskeið, Hann var hæstur á námskeiðinu og allt. Eftir það var honum ekki mikið sinnt nema bara af mér. Ég var mjög dugleg að fara með hann niður í hesthús og svona… málið var að því meira sem mér leiddist þá meira sveigði ég reglurnar hjá honum, sem var kannski ekki það rétta. Ég réð ekkert við hann og hann hlaup í hesta og bíla , var frekar æstur hundur. var inni þangað til að ég kom heim úr skólanum. Ég er farin að sjá það að það er erfiðara að vera með hund heldur en hest… viku eftir að hann dó sá ég hann inni í herberginu mínu og ég sakna þess að halda ekki á honum. Hann var kannski ekki að virða mig mikið fyrst að ég leitaði til hans þegar mér leið ílla, hélt að dekur myndi ekki skaða hann frekar að hann myndi verða vinur minn og finna það að mér leið ílla en nei ….


ég ætla bara að vona að þið þurfið ekki að lenda í þessu eins !