Breki loksins kominn heim! :) Fyrir þá sem ekki vita er ég búin að vera að bíða eftir að litli ástargaukurinn Breki yrði nógu gamall til að fara að heiman. Venjan er að afhenda þá um 6-8 vikna, en Breki litli er ekki nema 5 vikna, svo ég þarf enn að mata hann 3svar á dag.

Ég fékk hann Breka minn á föstudagskvöldið. Hann var mjög hissa á bílnum, snjónum úti, nýja heimilinu og þessum stóra svarta hundi… ;) En síðast en ekki síst á því að hafa allt í einu engar dísur til að kúra upp við. Ég hafði hann bara lausann allt kvöldið og hann skreið undir peysuna mína og svaf þar allt kvöldið. Þegar það kom að því að ég var alveg að sofna líka, ákvað ég nú að setja hann inn í búr svo ég myndi nú ekki kremja hann. Honum fannst alveg hræðinlegt að vera bara einn inn í þessu stóra búri og hafa engan til að kúra hjá, en hann lifði nú nóttina af og vonandi verður næsta nótt skárri.
Dagurinn í dag hefur verið alveg frábær! Við erum búin að ferðast út um allan bæ. Fyrst heimsóttum við mömmu og systkyni mín. Það kom í ljós að honum finnst gleraugu alveg svakalega spennandi, og þegar litla systir mín sem er 7 ára kom til að sjá hann, stökk hann á gleraugun hennar svo henni krossbrá :) hún hélt sér svo í hæfilegri fjarlægð… :Þ Næst heimsóttum við eina vinkonu mína, henni fannst hann líka alveg æðislegur! Við ákváðum að fara í smá bíltúr með honum og heimsóttum aðra vinkonu okkar sem var að vinna. Ég var bara með hann innan undir úlpunni minn, því ég þóttist vita að það væri kannski ekki æskilegt að vera með hann þarna. Henni þótti hann samt svo æðislegur, að hún sótti allt samstarfsfólkið sitt til að sýna þeim rúsínuna mína! Hann var alveg ótrúlega rólegur allan tíman, og fannst bara notalegt að fá að kúra undir úlpunni og svaf mestan tímann :) þegar við komum loksins heim setti ég hann inn í búr, því ég hélt að hann væri kannski þreyttur eftir þetta allt saman, en nei, hann var sko ekki sáttur við að vera lokaður inn í búr og gerði margar tilraunir til að fá að fara út, m.a. að troða sér öllum inn í matardallinn (er alveg glær, svo kannski að hann hafi haldið að þarna væri útgönguleið…), veit ekki alveg hvernig hann fór af því… En ég varð auðvitað að leyfa honum að koma út :) Hann var áðan hjá mér á meðan ég var að skrifa e-mail, og sá varð abbó út í lyklaborðið! Hann sat við það og goggaði í fingurnar á mér við og við svo ég myndi hætta og fara að leika við sig, ekkert smá mikil dúlla!
Hann er ekki enn farinn að fljúga að neinu gagni, sem gerði ferðina í dag sennilega auðveldari. Hann er þó aðeins farinn að æfa sig og ef ég set hann á borð og færi mig ca 1-2 skref aftur á bak, þá getur hann flogið til mín, svo duglegur… :)
En þið fáið meira síðar!

Kveðja,
Begga og Breki ;)
- www.dobermann.name -