Næstum eins stór og eplið ;)
Þið ættuð vonandi að hafa rekið augun í eina af þessum 1000 myndum sem ég hef sent inn af litla ástargaukshnoðranum mínum :) en hann er nú orðinn rúmlega 4 vikna. Eins og þið hafið séð er fiðrið allt að koma og hann er svona bláleitur, ekki þessi orginal blái litur eins og við sjáum þessa blue masked lovebird, heldur meira svona græn-blár en mér finnst það bara sætara :) Það verður hins vegar ekki hægt að kyngreina hann fyrr en um kynþroska aldur, svo til að velja nafn varð ég bara að geta mér til um kyn þangað til annað kemur í ljós. Svo strákur mun hann vera og Breki skal hann heita :) Er gjörsamlega búin að liggja yfir nafnabók, og svo festist ég algjörlega á Breka nafninu, finnst það geggjað flott! Ég er farin að heimsækja hann svona ca annað hvern dag núna og báða dagana um helgar svo hann þekki mig vel þegar ég tek hann á nýtt heimili. Annars er hann svo ljúfur og góður að ég efa að það verða mikil vandræði. Ég var heil-lengi hjá honum í dag og var að æfa hann að koma á fingurinn. Það gekk nú ótrúlega vel, greinilega fljótur að læra. Ég var að spá í að skella inn einni mynd með greininni, en það myndi þýða að epla myndin myndi detta út af forsíðu og ég tími því ekki, því mér finnst sú mynd svo æðisleg, en þið sjáið hann auðvitað í egó-myndinni minni. Finnst ykkur hann ekki vera orðinn stór og sætur?
- www.dobermann.name -