Sko, ég fékk svo ofursæta blandaða dverg kanínu í 6 ára afmælisgjöf..Hún var hvít með voðalega rauð augu og þótt hún væri hálf dvergkanína var voðalega stór, og reyndar voðalega feit líka…:)

Hún fékk síðan nafnið Mjallhvít, en það var aldrei notað, og við notuðum bara nicknamið Malla…Ég elskaði Möllu, og við vorum oft saman, ég keypti oft handa henni svona græna kodda (nammi) sem hún elskaði í tætlur, og gaf henni stunudm 5 í einu:) Sem hún kláraði strax.Ég leyfði henni líka oft að sitja í glugganum því hún elskaði að sitja í gluggakistunni og fá frískt loft og bara horfa út.Ég elskaði líka að fara með hana í bað og setjast síðann í sófann með handklæði utan um hana og gefa henni kodda…..
Þessi kanína var bara hreint yndisleg!

En síðan kom dagurinn þar sem hún virkilega þreytt og leit voða illa út og borðaði ekkert.Ég og mamma brunuðum strax með hana á dýraspítalann og læknirinn sagði að hún væri orðin voða veik og myndi örugglega ekki lifa.Við gætum gert á hana aðgerð en það yrði jafn miklar líkar á að hún myndi lifa það af og ef við mundum ekki gera aðgerð og ef við myndum gera aðgerð og hún myndi lifa, myndi henni bara líða enn verr með skurð og svoleiðis..

Þannig við fórum bara með hana heim og færðum hana inn í herbergið hennar til að ég fengi að vera henni það sem eftir er að vera með lífi hennar…Síðann kom dagurinn að Malla var að deyja..Hún sat í búrinu sínu með hökuna á matarskálinni sinni með lappirnar í sundur og lá á maganum….Pabbi minn sat og var alltaf með hendina á púlsinum hennar….Síðan sagði hann eftir svona hálftíma að púlsinn væri hættur…Ég grét og grét og ég grét líka í skólanum…Ég elskaði þessa kanínu svo mikið og hafði kynnst henni svo voðalega vel að það mætti halda að ég þekkti hana betur en hún sjálf..

Síðan átti vinkona mín karlkanínu sem hét Hnoðri og við vorum oft saman með kanínurnar okkar og vorum alltaf að hugsa hvað það væri cool ef Malla og Hnoðri eignuðust unga, þar sem Malla var alhvít og Hnoðri alsvartur…Síðan var frænka hennar sem átti kanínu alveg eins og Hnoðri, frænka hennar og kanínan áttu einhverjar deilur og hún ákvað að leyfa vinkonu minni að eiga kanínuna sína, sem hét Tásla…Þar sem vinkona mín vorkenni mér svo ákvað hún að gefa mér Táslu..Ég var alveg voðalega ánægð og tók Táslu án þess að spyrja mömmu og allt…Mér líkaði hún ekki alveg strax, þar sem ég tók hana í fyrsta sinn og hún pissaði á mig.

En ég var voðalega ánægð með Táslu og elskaði hana, þótt að hún myndi ekki koma í staðinn fyrir Möllu…Tásla var voðalega sérstök, hún var voðalega spretthörð, og því mjög erfitt að ná henni þegar hún var laus úti…Og hún lét mig alltaf vita þegar bútið var óhreint, hún krafaði alltaf og klóraði í búrið þegar hún vildi fá hreint búr…En síðan þegar ég var einu sinni að fara upp í sumarbústað þá sagði mamma mér að þrífa búrið hennar fyrst….Ég tók upp poka og skóflu og og byrjaði að þrífa….

En hún krafsaði strax í sagið sem ég tók upp og datt það á hvolf og komu í ljós ógeðslegir ormar…Þá hafði Tásla veikst af ormum og við fórum með hana upp á dýraspítala og henni var lógað…

Takk fyrir að lesa….

Sassa24