Já, ég er búin að vera með annan fótinn inni hjá Furðufuglunum og fylgifiskunum síðustu vikuna, því loksins loksins er kominn ástargauks ungi hada mér! Ég sá hann fyrst fyrir viku síðan, og kolféll alveg fyrir honum, þrátt fyrir að hann væri fjaðurlaus og hálfblindur, hann var samt fallegasti fugl sem ég hafði á ævi minni séð :) Ég hafði spes óskað eftir því að fá peach face, en lét blue mask til vonar og vara. En þegar ég sá svo litla krílið, án þess að hafa hugmynd um hvernig hann myndi líta út, var mér allt í einu alveg sama! Hann var gjörsamlega yndislegur, og ég er alveg í skýjunum núna :) Ég fór nú aftur um helgina og þá var aðeins byrjað að koma smá fjaðrir á vængina, og ég gat ekki betur séð en að hann yrði blue mask eftir allt saman. Þó að biðin hafi verið erfið, þá var hún þess virði, það er ekkert smá gaman að fá að fylgjast með uppvexti hans, og ég mæli með því. Svo er auðvitað verið að handmata hann núna, svo hann verður sérlega mannelskur þegar ég loks fæ hann. En ég sendi inn myndir við tækifæri.
- www.dobermann.name -