Frá því að ég eignaðist þennan páfagauk hefur hann þónokkuð oft horfið. Í fysrta skipti sem hann hvarf hafði hann flúið út um matargatið, þar að segja gatið sem að maður notar til að hella korninu hans í. Ég var nýbúinn að fá hann og hafði heyrt að ekki væri ráðlegt að leyfa honum að komast strax út úr búrinu. Ég ætlaði heim til vinar míns í lok skólans, ég var bara rétt að líta inn. En augnabliki áður en að ég hafði skellt hurðinni heyrði ég fuglatíst frekar nálægt mér svo ég ákvað að fara upp og kíkja á Georg páfagauk. Ég kíkti á búrið hans og sá, engan fugl. Þá kallaði ég á hinn ónafngreinda vin sem að hélt ég væri að grínast,ég sagði strax að svo væri ekki og hljóp fram til að athuga hvort ég sæi hann. Ég heyrði greinilega að hann var á flugi nálægt mér svo ég elti hann og sá hann vera í gestaherberginu. Það fyrsta sem ég gerði var að loka hurðinni, næst tók ég heldur fast utan um fuglinn og lét hann inn í búr og lokaði því, kom svo og sagði vininum hvað hafði gerst með fuglinn meða ég lokaði hurðinni á eftir mér og labbaði heim til hans ánlgður með að hafa náð Georgi páfagauk.
Kannski týndist fuglinn ekki eins og ég orðaði það, fann bara ekkert orð yfir það sem gerðist. Hann hefði vel getað horfið því allir gluggar voru opnir. Þetta atvik gerðist áður en að hann varð svona gæfur líkt og fuglnn er núna.
Kveðja, sverrsi.