Sagan af Kíkí og Dídí Mig langar að segja ykkur söguna af mínum páfagaukum sem mér finnst alveg æðislegir:) Því miður dó Kíkí fyrir einu og hálfu ári en ég hugsa til hennar á hverjum degi.

Þegar ég var 10. ára fékk ég Kíkí í afmælisgjöf, ég var ekkert smá spennt og þorði ekki að halda á henni í litla kassanum, var svo hrædd um að ég myndi missa hana þannig:) Mér var gefið stórt búr fyrir hana og henni leið mjög vel í því. Kíkí var fyrstu vikurnar mikið að leika sér á botninum, var þar allan daginn þangað til við keyptum nóg af dóti í búrið hennar og þá fór hún að leika sér í því líka. Kíkí var mjög gæf, ég held það sé vegna þess að hún var meidd á væng og gat ekki flogið mikið. Þegar ég fékk hana gat hún flogið en eitthvað gerðist sem ég veit ekki hvað var… hún sat tímunum saman á öxlunum á manni og ég sakna þess því Dídí gerir það ekki, en hún flaug á búrið sitt þegar hún gat, hún gat flogið stuttar vegalengdir en náði ekki alltaf að komast á búrið og lenti því á gólfinu stundum greyið, en hún hætti aldrei að reyna og oft tókst það:)
Svo einu ári seinna keyptum við Dídí sem er karlkyns, við héldum fyrst að hann væri kk en það var ekki og ég var ekkert að breyta um nafn. Hann er svolítil skræfa en Kíkí var fljót að kynnast honum og þau urðu góðir vinir. Svo góðir að þau eignuðust unga sem ég gaf vinkonu minni og hann var skírður Kubbur, hann er því miður dáinn. Hann var skærgrænn á litinn með bláan blæ í stélinu og gerði hann alveg rosalega fallegan. Hann hefur orðið svona á litinn því Kíkí var græn, eins og villtu gárarnir en Dídí er skær ljósgrænn og gulur, en hvaðan blái blærinn kom veit ég ekki!
Þegar Kíkí dó var Dídí daufur í nokkra daga á eftir, en hann vissi að Kíkí hefði verið veik síðustu klukkutímana sem hún lifði þannig að hann hresstist fljótlega:)
Núna er ég að reyna að kenna Dídí að koma á putta, ég trúi því þótt hann sé að verða 5 ára að hann geti lært það:)
Mig langar að vita hvað gárar hafa langt minni, mig langar að vita hvort Dídí muni eftir Kíkí:)
Myndin er ekki af þeim, en lýsir þeim hins vegar ágætlega:)

Jæja þetta var sagan um pásana mína:)
Játs!