Þessar upplýsingar fann ég á síðunni hjá dýralæknastofu Dagfinns. Vona að þær eigi eftir að gagnast einhverjum. Ath, ég tek ekki ábyrgð á stafsetnignar- og innsláttarvillum.

Páfagaukurinn er líklega greindastur þeirra fugla, sem maðurinn hefur haft á heimili sinu. Með þolinmæði og réttri þjálfun er hægt að kenna þeim að gera ýmsar skemmtilegar kúnstir.

Þegar þú byrjar að kenna páfagauknum þínum verður þú að muna að þolinmæði er aðalatriðið. Fyrsta skrefið er að “fingurvenja” fuglinn. Nálgast fuglabúrið hægt og varlega. Gættu þess að skapa aldrei hávaða né vera með snöggar hreyfingar nálægt búrinu. Settu höndina varlega inn í búrið. Talaðu við fuglinn með mjúkri og hughreystandi rödd. Ef hann flögrar um í miklum æsingi, dragðu þá hönd þína hægt til baka. Endurtaktu þetta þar til fuglinn venst hönd þinni. Því næst skaltu setja puttann undir bringu fuglsins. Ef þú nuddar fuglinn varlega mun hann klifra uppá fingurinn. Eftir nokkurn tíma mun fuglinn leyfa þér að strjúka höfuð sitt og jafnvel leika með sig. Þegar fuglinn hefur verið fingurvaninn er hægt að kenna honum ýmsar kúnstir, s.s. að ganga íI stiga, rugga sér á rugguhesti, o.s.frv. Páfagaukum þykir mjög gaman að tala við spegilmynd sina. Hengispeglar með bjöllum eru því vinsælir í búrum þeirra.
It's a cruel world out there…