Jæja, Sweet er að reyna að fá hérna fuglaáhugamál á huga. Auðvitað vil ég nú alveg fá það áhugamál og ætla þess vegna að reyna að hjálpa henni, með því að senda inn þessa grein. Ath, ég tek enga ábyrgð á stafsentingar- og innsláttarvillum.

Mörgum gengur illa að temja fuglinn sinn, það þekki ég nú vel því að ég átti fyrir stuttu kvenkyns gára sem heitir Sól, en mér tókst engann veginn að puttavenja hana. Það eina sem ég mátti gera eftir 1 ár var að klappa henni á bringunni, en bara þegar hún var í búrinu. Seinna tók ég að mér annan kvenkyns gára sem heitir Perla, því að eigandi hennar gat ekki haft hana. Ég tek það fram að fuglinn átti ekkert búr þá, og heldur engann fastann stað fyrir matinn sinn… :(
Þær urpu mjög góðar vinkonur en við gátum ekki hugsað okkur að láta Perlu fara aftur til fyrri eiganda sína þótt hún hafði fyrst bara komið í pössun, vegna þess að þar átti hún ekkert búr og léleg aðstaða var þar, og svo vegna þess að við höfðum heyrt það að ef að fuglar eru slitnir í sundur eftir langann tíma gætu þeir hins vegar bara dáið úr sorg. (ég veit ekki hvort að það er satt en við þorðum allavegann ekki að taka áhættuna.)
En því miður varð ég að gefa þær frá mér því að mamma mín er með ofnæmi. :¨(
It's a cruel world out there…