Í sumar dó fuglinn minn Tómóteus:*(
Mér fannst svo leiðinlegt að sjá búrið hans alltaf svona tómt þannig að ég fékk mér annan!
Ég fékk hann hjá leikfimiskennaranum mínum.
Fyrst var hann með eikkað 5 fuglum saman í búri og þeir voru allir svaka taugaveiklaðir eikkað.
Eftir mikla umhugsun fékk ég mér gulan kvenkyns gára og ákvað að hún skyldi heita Sól.
Fyrst var hún svaka óróleg eikkað og svo stygg og gat ekki komið á putta eða neitt og maður gat ekki hleypt henni út úr búrinu!
Það var soldið skrýtið því að maður gat alltaf haft það opið hjá Tímóteusi.
Eftir tvær vikur var ég eitthvað búin að tala við hana og hún var farin að mýkjast aðeins og sætta sig við mig.
En maður gat ekki hleypt henni út úr búrinu!
Þegar ég var búin að tala meira við hana og eiða svona hálftíma í það á hverjum degi í heilan mánuð var hún orðin svo góð og ekkert stygg lengur og ég ákvað það loksins að hleypa henni aðeins út úr búrinu!
Hún flaug beint á hausinn á mér og ég gat tekið hana á puttan og allt! Hún gerði svona ógeðslega sætt hljóð og ég gerði soleis á móti og hún teygði sig í andlitið á mér og kyssti mig á nefið!
Ég hef aldrei séð jafn mikla breytingu á fugli!
En hún verður samt aldrei eins og gamli Tímó minn!
Ég ætla einhvern tíma að senda inn fleiri greinar um hana hérna inn og ég vona að það komi fuglaáhugamál!