Þetta er smá ritgerð sem ég gerði um strúta.

Stærsti fuglinn

Strúturinn er stærsti núlifandi fuglinn. Karlkyns strútur getur orðið allt að 250 cm á hæð, en helmingur hæðarinnar er lengd hálsins. Strúturinn getur orðið 155 kg að þyngd.

Strútar eru hópfuglar. Þeir geta verið frá 5 í hóp allt að 50. Þeir eru fjölskyldudýr því þeir lifa oftast margir saman, eitt karldýr sem á 3 – 5 maka. Hvert kvendýr getur verpt mörgum eggjum og þær verpa í þurran jarðveg eða sand. Þannig getur ein fjölskylda þurft að vernda 15 – 60 egg í einu.

Þeir lifa á sléttlendi, aðallega gresjum og þar þurfa þeir að vernda hreiðrin sín og ungana sína. Það skemmtilegasta það sem þeir gera er að hlaupa og eru þeir miklir hlaupagarpar. Þeir þurfa að geta hlaupið hratt þegar þeir eru að passa fjölskylduna sína. Þegar strútur er á flótta getur hann náð uppí allt að 65 km/klst. hraða sem nægir til að hlaupa rándýr af sér.
Það er mjög mikilvægt að strúturinn geti hlaupið svona hratt því ekki getur hann flogið. Vængirnir eru aðeins leifar frá forfeðrum hans.
Vængir strútsins eru ekki í neinu samanburði við búkinn. Hvor vængur er 40 cm langur og til samans eru þeir 80 cm.


Hvar lifa strútar?

Strútar lifa víða í Afríku, meðal annars í norðanverði álfunni. Áður fundust strútar á miklu fleirri stöðum en nú til dags. Sýrlenski strúturinn struthio camelus syriacus lifði víða um Asíu en dó út árið 1941 vegna ofveiða.
Steingerfingar strúta hafa fundist meðal annarsa í Asíu, Rússlandi, Mið-Kína og á Indlandi.
Stinga strútar höfðinu ofan í sandinn þegar þeir eru hræddi?

Það hefur oft verið sagt að strútar stingi höfðinu í sandinn þegar þeir verða hræddir, en það er ekki svo. Málið er að þegar þeir verða hræddir þá leggjast þeir í sandinn eða á jörðina og þannig geta þeir legið mjög lengi. Sumir hafa haldið því fram að einhvern tíma hafi þeir legið svo lengi að sandur hafi folkið yfir höfuð þeirra og þess vegna sé því haldið fram að þeir stingi hausnum í sandinn þegar þeir verða hræddir.Eru strútar étnir?

Allt frá tímum Rómverja hafa strútar og strútsegg verið borðuð í Evrópu og miklu lengur í Afríku. Núna er komið í tísku að rækta strúta á vesturlöndum, það er í Evrópu og Ameríku. Meira að segja var íslenskur bóndi að spá í að fara að rækta strúta, en hann hefur ekki ennþá byrjað á því eftir því sem ég best veit.