Gári er af ættbálki páfagauka, sem eru útbreyddir í hitabeltinu, einkum á suðurhveli jarðar, bæði í Gamla og Nýja heiminum og í Ástralíu. Páfagaukar lifa t.d. víða í Afríku sunnan Sahara og þaðan fengu Rómverjar þá fyrst sem búrfugla. Snemma á landafundaöld bættust mönnum svo stórar og litskrúðugar páfategundir Suður-Ameríku, einkum frá Amasón-svæðinu, en það var ekki fyrr en á 19. öld sem menn kynntust hinum litskrúðugu smápáfagaukum í Ástralíu.
Gári tilheyrir hópi smápáfagauka, sem kallaðir eru skaftpáfar eða parakítar, en það er einkenni þeirra, hvað þeir hafa langt og mjótt stél. Af nákomnum frændum má nefna kvöldvökupáfa (Neophema bourkii), sem er svo kallaður af því hvað hann er daufur í dálkinn um daginn, en fjörgast á kvöldin, einnig söngpáfi (Psephotus haematonotus) sem hefur sérlega þýðan flaututón og er sérkennilegt við hann sem gæludýr, að þó ekki sé hægt að kenna honum mannamál, getur hann aftur á móti lært heil sönglög. Þá er enn að nefna rósapáfana eða rósellurnar (Platycercus ættkvísl), sem eru mjög litskærir, en þykja verstu meindýr á ökrum Ástralíu, því að þeir ráðast eins og engisprettur á kornið. Enn má nefna dísapáfa (Nymphicus hollandicus) sem raunar veitir gára harða samkeppni sem búrfugl.

Þessar upplýsingar tók ég úr bókinni Gári litli eftir Annettu Wolter, þetta er mjög góð bók fyrir þá sem hafa áhuga á gárum og skyldum tegundum.

Svo svona í lokin legg ég til að það verði stofnað fuglaáhugamál=)

Kv. Sweet;)
Játs!