Fuglar og kettir
Oft heyrir maður fólk gorta sig yfir því hversu vel þeim gengur að hafa kött og fugl á sama heimilinu, og jafnvel að fuglin fá stundum far á baki kattarins eða þeir sitji saman í mesta bróðerni í sófanum. Hinsvegar er mjög óæskilegt að láta þessi nánu samskipti, milli svo ólíkra vera, eiga sér stað. Kettir bera nefnilega með sér bakteríu sem er eðlilegur hluti af þeirra kyni, Pasteurella. Þó hún skaði ekki kettina er hún banvæn fuglunum. Ef köttur svo mikið sem slær fuglinn blíðlega, verður þú að fara með fuglinn til dýralæknis í snatri. Ef fuglinn reynist smitaður af bakteríunni getur það leitt til sýkingar á örfáum dögum.

Önnur gæludýr á heimilinu
Hafðu hugfast að fuglar eru litlir, viðkvæmir og oft ekki einu sinni fleigir, svo þú verður að huga vel að öryggi hans. Flestum hundum semur vel við fuglana en þó eru sumir hundar ekki eins vel við náveru þeirra. Sumar tegundir hundar eru beinlínis ræktaðar til að veiða fugla, t.d. retriever hundarnir. Aðrar, eins og til dæmis terrier-týpurnar voru á árum áður notaðar til að fanga lítil dýr eins og rottur. Því getur þeirra náttúrulega eðli geti reynst fugli hættulegt ef hann fellur á gólfið. Því verða kattar- og hundaeigendur að vera á miklu varðbergi gagnvart því að skilja fuglinn aldrei eftir eftirlitslausan. Og búrin ættu að vera örugg um að vera ekki felld á gólfið af öðrum heimilisdýrum. Dýr af marðarætt geta líka verið mjög áhættusöm á heimili með fuglum. Þau eru í eðli sínu fuglaveiðarar og ættu aldrei að fá að vera á sama leiksvæði og fuglinn. Það sama á við um stóra snáka og aðrar slöngur sem einnig nærast oft á fuglum í náttúrunni.

Börn
Lítil börn geta líka verið ógn við fuglinn, því þau geta verið hvatlynd og kærlaus. Þau hreyfa sig hratt, sem getur gert fuglinn taugaveiklaðan, og þau geta líka orðið rosalega æst og velt búrum um koll eða dottið á gólfið með fugl í fanginu. Það þarf því að fylgjast vel með flestum börnum undir sjö ára, sem fá að leika við fuglinn og enn meiri aðgát skal höfð ef barnið er undir fimm ára. Fugl er sennilega ekki heppilegt gæludýr fyrir börn yngri en sjö ára, nema það beri mjög mikla ábyrgðartilfinningu.
- www.dobermann.name -