Hvernig nart verður að biti Það kemur oftar en ekki fyrir að litli sæti ástargaukurinn fer skyndilega að bíta að svo sem virðist ástæðulausu. Í flestum tilvikum kemur þó í ljós að hann hafi og verið leyft að narta í eyru, háls eða fingur í fleiri mánuði áður en bitin komu. Með því að banna hvers konar nart í upphafi er hægt að koma í veg fyrir að þau þróist í bit. Góð aðferð til að stöðvað nart er að beina athyglinni annað. Til dæmis að láta fuglinn fá leður reimar svo hann nagi þær frekar eða tóma klósettrúllu (pappinn inn í henni), sem hafur líka verið vinsælt leikfang hjá þeim. Ástargaukar eru nefnilega nagarar í eðli sínu og því verður þú að beina þörfinni til þess að hún verði sem henntugust fyrir þig. Ef þessi aðferð virkar ekki, getur þú varlega fært gogg fuglsinis frá skinni þínu og gefið ákveðið skipunina “ekki bíta!”. Goggurinn er mjög næmur, svo það má ekki gera þetta harkalega. Ef fuglinn hlíðir ekki, gefðu honum 3 tilraunir en eftir það skaltu setja hann inn í búr í 5 mínútur. Eftir þessa stuttu hvíld skaltu taka hann út aftur og byrja aftur. Þessi aðferð verður kannski þreytandi í byrjun, en ef þú ert þolinmóð/ur og fylgir þessu þá munu flestir fuglarnir læra reglurnar.
ATHUGIÐ þó, að fuglinn getur líka verið þreyttur og verður þá oft uppstökkur og bitur. Við vitum það sjálf, þegar við erum búin að vera að vinna lengi án pásu hvað við getum orðið uppstökk. Leyfið fuglinum að fara inn í búr til að hvíla sig eftir leiktíma og fáið ykkur að borða eða eitthvað áður en þið takið fuglinn út aftur.
- www.dobermann.name -