Hættu þessu GARGI!!! Á Þorláksmessukvöld fékk ég loks frá póstinum, aðra bókina um ástargauka (Barron´s Lovebird handbook) sem ég pantaði fyrir þó nokkru. Að sjálfsögðu er ég byrjuð að lesa hana, þó að enska sé kannski ekki mín sterkasta hlið :) , hef ég lært ýmislegt og vil endilega deila því með ykkur.
Fyrst langar mig til að segja frá þegar þeir eru byrjaðir með hávær og pirrandi garg. Ástæða gargana er fyrst og fremst til að ná athygli þinni. Ástargaukar hafa mikla þörf fyrir athygli og gerir nánast hvað sem er til að ná henni fram, þó það þýði að hann fái neikvæða athygli, það er þó betri en enginn – ekki satt? Því er besta ráðið að þykjast ekki heyra í þeim (þarf stundum mikinn viljastyrk). Með þessu móti fá þeir leið á þessu og hætta. Einnig er mikilvægt að nota frekar tækifærið þegar þeir eru hljóðir og stilltir að fara til þeirra, tala við þá og leika við þá.
Vona að þetta gagnist einhverjum.

Kveðja,
Begga
- www.dobermann.name -