kóngulær Ég vildi endilega deila með ykkur smá atviki sem pabbi lenti í
fyrir nokkrum árum.

Það var þannig að hann keypti sér í blómaval svona lítil tré í blómapottum sem maður hefur úti fyrir framan dyrnar. Hann var nýbúinn að kaupa iðnaðarhúsnæði sem hann ætlaði að gera upp og breyta í gallerí.
Þennan sama dag, þegar hann var að fara heim, áhvað hann að geyma trén inni, svo þau mundu nú ekki fjúka yfir nóttina.
Daginn eftir kemur hann í húsnæðið og er að opna hurðina, það er kolniða myrkur og hann sér ekkert, maður þarf að labba aðeins lengra inn til að kveikja ljósin.
Hann labbar aðeins inn fyrir og finnur þá að það er eitthvað framan í honum, eitthvað sem iðar um allt. Hann flýtir sér að kveikja ljósin og kemst þá að því að hann er með MILLJÓNIR af litlum, rauðum köngulóm um allt andlit, þær skriðu inn á hann og uppí hann og allan pakkann!!!
Þetta var viðbjóðslegt!!!
Eftir nánari athugun komst hann að því að þær komu einhvern veginn af trjánum sem hann hafði keypt í Blómaval.

Ég mæli nú bara með því að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það skellir sér í blómaval til að kaupa sér plöntur :)