Ég sendi þessa grein upprunalega á tjorvar.is en hún á alveg eins heima hér.

Nú þegar líður að jólum fer maður að pæla í jólagjöfum fyrir litlu greyin sín. Ég var að vísu búin að kaupa fuglabað í fyrirfram jólagjöf, en mig langaði samt að litast aðeins um. Ég fór í fiskó til að kíkja eftir stelpu handa strákunum mínum tveim. Seinni strákurinn minn átti að vísu að vera stelpa eins og hinir 2 á undan honum, en alveg sama hversu oft ég skipti og skoðaði og spekúleraði, alltaf fékk ég strák! En í þetta skipti var ég búin að spotta út eina sem ég var alveg viss um að væri stelpa. En viti menn, um leið og ég kom heim fór “hún” að syngja, svo ekki var það kona :( Ég brunaði strax aftur í búðina til að skipta, þrátt fyrir að vita að þeir væru nánast allir karlar þarna. En ég sagði við sjálfa mig og strákinn í afgreiðslunni að ég ætlaði að prófa þennan hvíta fallega og ef það verður líka strákur, er ég hætt og alfarin búin að gefast upp á kvennmannsleitinni. En hvað haldið þið??? -HÚN er ekki enn farin að syngja svo ég er nokkuð pottþétt um að vera loksins komin með konu !!! :D Og líka svona ljómandi fallega og sæta. Það var nú komin tími á þetta - fimmti fuglinn!!! Nú þarf ég bara að fara uppeftir aftur í kvöld eða á morgun til að sækja hann Ken minn, því ég vildi ekki borga fyrir fuglinn ef það skyldi vera karl, svo ég skipti á Ken á meðan, en ætlað auðvitað að eiga hann áfram. Ég vona bara að sambúðin gangi vel með 2 stráka og 1 stelpu, vonandi veldur það ekki slagsmálum… Og svo vantar mig auðvitað nafn! Einhverjar hugmyndir?
Myndir verða að koma seinna, á ekki digital…
- www.dobermann.name -